Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2015 10:00 Hlynur Bæringsson. Vísir/Valli Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. „Ég veit ekki alveg ennþá hvernig þetta lítur út. Það verður bara að koma í ljós því þetta er eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður. Ég hlakka mikið til að sjá þetta," segir Hlynur í samtali við Vísi. „Við þurfum núna að reyna að koma huganum á rétt ról þannig að allir nái sínu besta fram. Það skiptir rosalega miklu máli þegar maður er ekki vanur að vera í þessari stöðu að hafa hugarfarið rétt. Ég held að það getir verið stór munur hjá mönnum," segir Hlynur. Hann og leikmenn íslenska liðsins eru á sama hóteli og hin liðin og eru því að mæta NBA-stjörnunum í matsalnum sem og annars staðar á hótelinu.Hér eru mun stærri stjörnur „Yfirleitt truflar það mann ekki að vera í kringum stjörnuleikmenn en þó verður maður að sjálfsögðu að viðurkenna það að þetta er sérstakara en önnur mót. Hér eru mun stærri stjörnur og allt miklu stærra. Ég viðurkenni það alveg að það var mjög sérstakt að mæta Dirk Nowitzki. Þetta er auðvitað spes en það var ágætt að við komum snemma þannig að maður er kannski búinn að venjast þessu smá núna," segir Hlynur. Hvað þarf að ganga upp á móti Þjóðverjum í dag? „Ég vona að við náum okkar allra besta leik og að við getum nýtt okkur nokkra veikleika í þeirra leik. Það er annað sem við megum hugsa um. Þótt að við séum lægst settir í þessum riðli af öllum sem er að fjalla um þetta þá megum við ekki gleyma því að öll hin liðin hafa veikleika þótt að þau séu með stórar stjörnur," sagði Hlynur. „Við berum mikla virðingu fyrir þeirra ferli og öllu sem þeir hafa gert. Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir," sagði Hlynur.Alveg örugglega stærsta stundin á ferlinum „Til þess að við náum sigri á þessu móti þá þarf allt að ganga upp. Það er draumurinn. Við þurfum að hitta mjög vel á móti Þjóðverjum og þurfum helst að geta dregið stóru mennina þeirra út úr teignum. Við þurfum líka að hitta vel úr vítum, ekki gefa þeim auðveldar körfur úr hraðaupphlaupum og vera agaðir þegar það á við. Það er margt sem þarf að ganga upp,“ segir Hlynur og hann er tilbúinn fyrir sögulegan leik á morgun. „Þetta er alveg örugglega stærsta stundin á mínum ferli og það er mikil tilhlökkun. Þetta verður fjör,“ segir Hlynur. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Það er mikið af andlitum hérna sem ég þekki Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila sinn fyrsta leik á Eurobasket á morgun þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi. 4. september 2015 16:00 Hörður: Allt mér að þakka að Haukur er hér í dag Fréttamaður Vísis í Berlín hitti á landsliðsmennina Hauk Helga og Hörð Axel fyrir leik liðsins gegn Þýskalandi á morgun. Strákarnir voru léttir í lund og rifjuðu meðal annars upp þegar Hörður var þjálfari Hauks í Fjölni. 4. september 2015 22:15 Pavel: Við unnum ekkert lottó til að vera hérna Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins, er klár í slaginn á Evrópumótinu og segir að íslenska liðið eigi fyllilega skilið að keppa við þá bestu í ár. 4. september 2015 17:00 Ljóðskáldið Axel Kárason Ísland hefur leik á EM í körfubolta á morgun þegar liðið mætir Þýskalandi í Mercedes Benz-höllinni í Berlín. 4. september 2015 09:41 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Sjá meira
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. „Ég veit ekki alveg ennþá hvernig þetta lítur út. Það verður bara að koma í ljós því þetta er eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður. Ég hlakka mikið til að sjá þetta," segir Hlynur í samtali við Vísi. „Við þurfum núna að reyna að koma huganum á rétt ról þannig að allir nái sínu besta fram. Það skiptir rosalega miklu máli þegar maður er ekki vanur að vera í þessari stöðu að hafa hugarfarið rétt. Ég held að það getir verið stór munur hjá mönnum," segir Hlynur. Hann og leikmenn íslenska liðsins eru á sama hóteli og hin liðin og eru því að mæta NBA-stjörnunum í matsalnum sem og annars staðar á hótelinu.Hér eru mun stærri stjörnur „Yfirleitt truflar það mann ekki að vera í kringum stjörnuleikmenn en þó verður maður að sjálfsögðu að viðurkenna það að þetta er sérstakara en önnur mót. Hér eru mun stærri stjörnur og allt miklu stærra. Ég viðurkenni það alveg að það var mjög sérstakt að mæta Dirk Nowitzki. Þetta er auðvitað spes en það var ágætt að við komum snemma þannig að maður er kannski búinn að venjast þessu smá núna," segir Hlynur. Hvað þarf að ganga upp á móti Þjóðverjum í dag? „Ég vona að við náum okkar allra besta leik og að við getum nýtt okkur nokkra veikleika í þeirra leik. Það er annað sem við megum hugsa um. Þótt að við séum lægst settir í þessum riðli af öllum sem er að fjalla um þetta þá megum við ekki gleyma því að öll hin liðin hafa veikleika þótt að þau séu með stórar stjörnur," sagði Hlynur. „Við berum mikla virðingu fyrir þeirra ferli og öllu sem þeir hafa gert. Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir," sagði Hlynur.Alveg örugglega stærsta stundin á ferlinum „Til þess að við náum sigri á þessu móti þá þarf allt að ganga upp. Það er draumurinn. Við þurfum að hitta mjög vel á móti Þjóðverjum og þurfum helst að geta dregið stóru mennina þeirra út úr teignum. Við þurfum líka að hitta vel úr vítum, ekki gefa þeim auðveldar körfur úr hraðaupphlaupum og vera agaðir þegar það á við. Það er margt sem þarf að ganga upp,“ segir Hlynur og hann er tilbúinn fyrir sögulegan leik á morgun. „Þetta er alveg örugglega stærsta stundin á mínum ferli og það er mikil tilhlökkun. Þetta verður fjör,“ segir Hlynur.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Það er mikið af andlitum hérna sem ég þekki Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila sinn fyrsta leik á Eurobasket á morgun þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi. 4. september 2015 16:00 Hörður: Allt mér að þakka að Haukur er hér í dag Fréttamaður Vísis í Berlín hitti á landsliðsmennina Hauk Helga og Hörð Axel fyrir leik liðsins gegn Þýskalandi á morgun. Strákarnir voru léttir í lund og rifjuðu meðal annars upp þegar Hörður var þjálfari Hauks í Fjölni. 4. september 2015 22:15 Pavel: Við unnum ekkert lottó til að vera hérna Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins, er klár í slaginn á Evrópumótinu og segir að íslenska liðið eigi fyllilega skilið að keppa við þá bestu í ár. 4. september 2015 17:00 Ljóðskáldið Axel Kárason Ísland hefur leik á EM í körfubolta á morgun þegar liðið mætir Þýskalandi í Mercedes Benz-höllinni í Berlín. 4. september 2015 09:41 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Sjá meira
Jón Arnór: Það er mikið af andlitum hérna sem ég þekki Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila sinn fyrsta leik á Eurobasket á morgun þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi. 4. september 2015 16:00
Hörður: Allt mér að þakka að Haukur er hér í dag Fréttamaður Vísis í Berlín hitti á landsliðsmennina Hauk Helga og Hörð Axel fyrir leik liðsins gegn Þýskalandi á morgun. Strákarnir voru léttir í lund og rifjuðu meðal annars upp þegar Hörður var þjálfari Hauks í Fjölni. 4. september 2015 22:15
Pavel: Við unnum ekkert lottó til að vera hérna Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins, er klár í slaginn á Evrópumótinu og segir að íslenska liðið eigi fyllilega skilið að keppa við þá bestu í ár. 4. september 2015 17:00
Ljóðskáldið Axel Kárason Ísland hefur leik á EM í körfubolta á morgun þegar liðið mætir Þýskalandi í Mercedes Benz-höllinni í Berlín. 4. september 2015 09:41
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum