Ætla að ganga til Austurríkis Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. september 2015 07:00 Hundruð manna héldu af stað frá aðalbrautarstarstöðinni í Búdapest í gær og eru þarna að fara yfir Elísabetarbrúna. Nordicphotos/AFP Bresk stjórnvöld hafa nú brugðist við flóttamannastraumnum frá Sýrlandi með því að bjóða þúsundum flóttamanna til landsins, til viðbótar þeim sem þegar hafa fengið vilyrði, og ætla að verja 100 milljónum punda til viðbótar í mannúðaraðstoð til flóttafólks í Sýrlandi, Tyrklandi, Jórdaníu og Líbanon. Nærri 400 þúsund Bretar höfðu í gær skrifað undir áskorun til Davids Cameron forsætisráðherra á netinu um að taka við fleiri flóttamönnum. Í gær héldu hundruð flóttamanna af stað frá Búdapest fótgangandi og sögðust ætla að fara alla leið til Austurríkis, en það er 200 kílómetra löng ganga. Ungversk stjórnvöld hafa ekki viljað leyfa fólkinu að halda áfram með lest til Þýskaland, jafnvel þótt fólkið sé með fullgilda farmiða. Forsætisráðherrar Ungverjalands, Tékklands, Slóvakíu og Póllands hafa hafnað öllum hugmyndum um að komið verði á fót kvótakerfi fyrir flóttafólk, þannig að öll aðildarríki Evrópusambandsins takið við ákveðnum fjölda fólks í samræmi við fólksfjölda og efnahagsstöðu landanna. „Nú er stund sannleikans runnin upp í Evrópu,” sagði Antonio Guterres, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, í harðorðri yfirlýsingu í gær. Hann gagnrýnir þar aðgerðaleysi og ráðleysi Evrópusambandsins og aðildarríkja þess. „Evrópa getur ekki haldið áfram að bregðast við þessum vanda með smáskömmtum eða stigvaxandi aðkomu. Ekkert land getur gert þetta upp á eigin spýtur, og ekkert land getur skorast undan,“ segir hann. „Við megum ekki gleyma þeirri sérstöku ábyrgð sem öll ríki bera gagnvart flóttafólki, eins og kveðið er á um í alþjóðalögum.“ Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, gagnrýnir sömuleiðis mislukkaða innflytjendastefnu Evrópusambandsins í aðsendri grein, sem birtist í þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine í fyrradag. Jafnframt grípur hann til varna fyrir eigin ósveigjanleika gagnvart flóttafólkinu, sem Ungverjar hafa meinað för í gegnum landið. Hann spyr hvernig sá, sem verður fyrir áhlaupi, eigi að geta bjargað nokkrum manni og segir jafnframt nauðsynlegt að verja hina kristnu Evrópu gegn íslömsku flóttafólki. „Er það ekki áhyggjuefni að kristið fólk í Evrópu eigi nú í mestu vandræðum með að halda Evrópu kristinni?“ spyr Orban. „Við höfum engan valkost, við verðum að verja landamærin okkar.“ Þessi orð vöktu hörð viðbrögð víða í Evrópu og meira að segja í ungverskum fjölmiðlum. Flóttamenn Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Bresk stjórnvöld hafa nú brugðist við flóttamannastraumnum frá Sýrlandi með því að bjóða þúsundum flóttamanna til landsins, til viðbótar þeim sem þegar hafa fengið vilyrði, og ætla að verja 100 milljónum punda til viðbótar í mannúðaraðstoð til flóttafólks í Sýrlandi, Tyrklandi, Jórdaníu og Líbanon. Nærri 400 þúsund Bretar höfðu í gær skrifað undir áskorun til Davids Cameron forsætisráðherra á netinu um að taka við fleiri flóttamönnum. Í gær héldu hundruð flóttamanna af stað frá Búdapest fótgangandi og sögðust ætla að fara alla leið til Austurríkis, en það er 200 kílómetra löng ganga. Ungversk stjórnvöld hafa ekki viljað leyfa fólkinu að halda áfram með lest til Þýskaland, jafnvel þótt fólkið sé með fullgilda farmiða. Forsætisráðherrar Ungverjalands, Tékklands, Slóvakíu og Póllands hafa hafnað öllum hugmyndum um að komið verði á fót kvótakerfi fyrir flóttafólk, þannig að öll aðildarríki Evrópusambandsins takið við ákveðnum fjölda fólks í samræmi við fólksfjölda og efnahagsstöðu landanna. „Nú er stund sannleikans runnin upp í Evrópu,” sagði Antonio Guterres, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, í harðorðri yfirlýsingu í gær. Hann gagnrýnir þar aðgerðaleysi og ráðleysi Evrópusambandsins og aðildarríkja þess. „Evrópa getur ekki haldið áfram að bregðast við þessum vanda með smáskömmtum eða stigvaxandi aðkomu. Ekkert land getur gert þetta upp á eigin spýtur, og ekkert land getur skorast undan,“ segir hann. „Við megum ekki gleyma þeirri sérstöku ábyrgð sem öll ríki bera gagnvart flóttafólki, eins og kveðið er á um í alþjóðalögum.“ Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, gagnrýnir sömuleiðis mislukkaða innflytjendastefnu Evrópusambandsins í aðsendri grein, sem birtist í þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine í fyrradag. Jafnframt grípur hann til varna fyrir eigin ósveigjanleika gagnvart flóttafólkinu, sem Ungverjar hafa meinað för í gegnum landið. Hann spyr hvernig sá, sem verður fyrir áhlaupi, eigi að geta bjargað nokkrum manni og segir jafnframt nauðsynlegt að verja hina kristnu Evrópu gegn íslömsku flóttafólki. „Er það ekki áhyggjuefni að kristið fólk í Evrópu eigi nú í mestu vandræðum með að halda Evrópu kristinni?“ spyr Orban. „Við höfum engan valkost, við verðum að verja landamærin okkar.“ Þessi orð vöktu hörð viðbrögð víða í Evrópu og meira að segja í ungverskum fjölmiðlum.
Flóttamenn Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent