Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hrósar Austurríki og Þýskalandi fyrir að taka vel á móti þúsundum flóttamanna. Fólkið gekk frá Ungverjalandi til Austurríkis og hafa yfirvöld þar sagt að þeir sem vilji sækja um hæli geti gert það, aðrir geti haldið áfram til Þýskalands.
Í tilkynningu frá UNHCR segir að ákvörðunin hafi verið tekin með tilliti til mannréttinda.
Þar að auki hrósaði stofnunin þeim samtökum sem mættu fólkinu við landamærin í Austurríki og færðu þeim hjálpargögn og matvæli. Sömuleiðis hafa samtök í Þýskalandi hafið undirbúning á því að taka á móti þeim sem þangað fara.
„Um alla Evrópu verður UNHCR vitni ótrúlegum aðgerðum almennings, þar á meðal trúfélögum, alþjóðasamtökum og einstaklinga. Í mörgum tilfellum hafa aðgerðirnar orðið til þess að stjórnvöld breyti stefnum sínum.“
Hins vegar segir í tilkynningunni að það að nokkur lönd séu jákvæð gagnvart flóttafólki og tilbúin til að taka á móti þeim, sé það ekki langtímalausn. Stofnunin segir að þörf sé á umfangsmiklum aðgerðum og nauðsynlegt sé að Evrópa sammælist um áætlun.
Hrósa Austurríki og Þýskalandi fyrir móttökur flóttafólks

Tengdar fréttir

Ætla að ganga til Austurríkis
Bretar vilja nú taka við þúsundum flóttamanna frá Sýrlandi. Hundruð flóttamanna héldu fótgangandi af stað frá Búdapest í gær áleiðis til Austurríkis.

Flóttamenn streyma inn í Austurríki
Austurrísk og þýsk stjórnvöld samþykktu að taka við flóttafólki frá Ungverjalandi og búast við um tíu þúsund flóttamönnum í dag.