Hörður Axel: Við erum engir túristar í Berlín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2015 16:01 Hörður Axel Vilhjálmsson reynir hér að troða boltanum í körfu Þjóðverja í leiknum í dag. Vísir/Valli Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik í vörninni þegar Íslands tapaði naumlega með sex stigum á móti Þjðoðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015. Auk þess að skora 11 stig þá tók Hörður Axel 6 fráköst og stal 2 boltum af leikmönnum þýska liðsins. „Það svíður að hafa klikkað svona mikið á vítalínunni. Við komum okkur í góða stöðu til að hugsanlega vinna leikinn og við erum sáttir með það," sagði Hörður Axel. „Við gerðum ekki nóg og það er drullufúlt af því að okkur finnst við hafa átt skilið að vinna leikinn," sagði Hörður en íslenska liðið vann fjórða leikhlutann með tíu stigum og var næstum því búið að vinna upp forskot Þjóðverjanna. „Við sýndum seiglu og það að við munum halda áfram sama hvað. Við erum komnir á mótið til þess að láta hafa fyrir okkur og ætlum að gera eitthvað hérna. Við erum ekki komnir hingað bara til að vera með. Við erum engir túristar í Berlín," sagði Hörður Axel. „Auðvitað erum við sáttir með að sýna öllum það að við erum mættir en við erum dullufúlir með að hafa ekki unnið leikinn," sagði Hörður Axel. Hann var frábær í vörninni og grimmur í öllum sínum aðgerðum. „Já ég var alveg ánægður með minn leik. Ég er í stóru varnarhlutverki hér og það er mitt að setja svolítið tóninn. Ég er sáttur með vörnina mína en hún er yfirleitt alltaf til staðar. Ég hefði sem dæmi mátt skjóta betur á vítalínunni," sagði Hörður Axel. Hörður Axel klikkaði á 4 af 7 vítum sínum og íslenska liðið klikkaði alls á tíu vítum í leiknum. „Ég hugsa um þessi víti sem klikkuðu á leiðinni inn í klefa en svo ætla ég að gleyma þeim," sagði Hörður. En hvernig er orkan eftir erfiðan fyrsta leik. „Ég er góður enda búinn að vera í stanslausri meðhöndlun hjá frábærum sjúkraþjálfurum. Ég hef oft verið þreyttari en þetta. Nú er bara áfram gakk og næsti leikur á morgun," sagði Hörður Axel að lokum. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Logi Gunnarsson: Hefðum alveg getað stolið þessum leik Logi Gunnarsson hitti ekki vel á afmælisdaginn og varð að sætta sig við naumt tap á móti Þjóðverjum en hann gaf engu að síður allt sitt inn á vellinum og allir í íslenska liðinu. 5. september 2015 15:42 Haukur Helgi: Hugsaði að við værum að fara taka þennan leik Haukur Helgi Pálssn, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, var svekktur, en stoltur af strákunum okkar í leikslok. Ísland tapaði fyrir Þýskalandi 71-65 í fyrsta leik Ísland á Eurobasket. 5. september 2015 15:19 Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svekktur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. 5. september 2015 15:35 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik í vörninni þegar Íslands tapaði naumlega með sex stigum á móti Þjðoðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015. Auk þess að skora 11 stig þá tók Hörður Axel 6 fráköst og stal 2 boltum af leikmönnum þýska liðsins. „Það svíður að hafa klikkað svona mikið á vítalínunni. Við komum okkur í góða stöðu til að hugsanlega vinna leikinn og við erum sáttir með það," sagði Hörður Axel. „Við gerðum ekki nóg og það er drullufúlt af því að okkur finnst við hafa átt skilið að vinna leikinn," sagði Hörður en íslenska liðið vann fjórða leikhlutann með tíu stigum og var næstum því búið að vinna upp forskot Þjóðverjanna. „Við sýndum seiglu og það að við munum halda áfram sama hvað. Við erum komnir á mótið til þess að láta hafa fyrir okkur og ætlum að gera eitthvað hérna. Við erum ekki komnir hingað bara til að vera með. Við erum engir túristar í Berlín," sagði Hörður Axel. „Auðvitað erum við sáttir með að sýna öllum það að við erum mættir en við erum dullufúlir með að hafa ekki unnið leikinn," sagði Hörður Axel. Hann var frábær í vörninni og grimmur í öllum sínum aðgerðum. „Já ég var alveg ánægður með minn leik. Ég er í stóru varnarhlutverki hér og það er mitt að setja svolítið tóninn. Ég er sáttur með vörnina mína en hún er yfirleitt alltaf til staðar. Ég hefði sem dæmi mátt skjóta betur á vítalínunni," sagði Hörður Axel. Hörður Axel klikkaði á 4 af 7 vítum sínum og íslenska liðið klikkaði alls á tíu vítum í leiknum. „Ég hugsa um þessi víti sem klikkuðu á leiðinni inn í klefa en svo ætla ég að gleyma þeim," sagði Hörður. En hvernig er orkan eftir erfiðan fyrsta leik. „Ég er góður enda búinn að vera í stanslausri meðhöndlun hjá frábærum sjúkraþjálfurum. Ég hef oft verið þreyttari en þetta. Nú er bara áfram gakk og næsti leikur á morgun," sagði Hörður Axel að lokum.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Logi Gunnarsson: Hefðum alveg getað stolið þessum leik Logi Gunnarsson hitti ekki vel á afmælisdaginn og varð að sætta sig við naumt tap á móti Þjóðverjum en hann gaf engu að síður allt sitt inn á vellinum og allir í íslenska liðinu. 5. september 2015 15:42 Haukur Helgi: Hugsaði að við værum að fara taka þennan leik Haukur Helgi Pálssn, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, var svekktur, en stoltur af strákunum okkar í leikslok. Ísland tapaði fyrir Þýskalandi 71-65 í fyrsta leik Ísland á Eurobasket. 5. september 2015 15:19 Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svekktur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. 5. september 2015 15:35 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45
Logi Gunnarsson: Hefðum alveg getað stolið þessum leik Logi Gunnarsson hitti ekki vel á afmælisdaginn og varð að sætta sig við naumt tap á móti Þjóðverjum en hann gaf engu að síður allt sitt inn á vellinum og allir í íslenska liðinu. 5. september 2015 15:42
Haukur Helgi: Hugsaði að við værum að fara taka þennan leik Haukur Helgi Pálssn, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, var svekktur, en stoltur af strákunum okkar í leikslok. Ísland tapaði fyrir Þýskalandi 71-65 í fyrsta leik Ísland á Eurobasket. 5. september 2015 15:19
Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svekktur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. 5. september 2015 15:35