Dorrit stal senunni í stuðningsmannapartýinu í gær | Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2015 11:52 Dorrit Moussaieff. Vísir/Valli Dorrit Moussaieff, eiginkona forseta Íslands, Herra Ólafs Ragnars Grímssonar, var hrókur alls fagnaðar í Berlín í gær þegar íslenska stuðningsfólkið hittist á Urban Spree fyrir leikinn. Þetta var sögulegur dagur fyrir íslenskan körfubolta og íslenskt íþróttalíf þegar íslenskt landslið spilaði sinn fyrsta leik á stórmóti í einni vinsælustu íþrótt heims. Íslensku strákarnir töpuðu reyndar naumlega fyrir Þýskalandi en stóðu sig mjög vel á móti stjörnuprýddu þýsku liði. Menntamálaráðherrann Illugi Gunnarsson mætti á Urban Spree í gær nýkominn frá Amsterdam þar sem íslenska fótboltalandsliðið vann sögulegan sigur. Einar Bollason og fleiri gamlar goðsagnir voru að sjálfsögðu á staðnum, Tommi á Búllunni grillaði ofan í liðið og þarna voru líka Svali Björgvinsson, Hannes S. Jónsson formaður, Guðbjörg Norðfjörð varaformaður og nokkrir af leikjahæstu landsliðsmönnum Íslands frá upphafi eins og þeir Guðmundur Bragason og Herbert Arnarson. Það var hinsvegar frú Dorrit Moussaieff sem stal senunni en hún mætti klædd íslenska landsliðsbúningnum og heilsaði öllum sem vildu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Dorrit Moussaieff er á stórmóti hjá íslensku landsliði og það var meðal annars ógleymanlegt þegar hún mætti á Ólympíuleikana í Peking. Herra Ólafur Ragnar Grímsson var með henni þá en núna vara hún bara ein þar sem forsetinn var upptekinn heima á Íslandi. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegar myndir sem Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók af Dorrit Moussaief á Urban Spree í gær. Íslendingar í Berlín ætla að hittast fyrir leik á Urban Spree líkt og í gær. Ísland mætir Ítölum klukkan 18.00 að staðartíma í Berlín. Af gefnu tilefni hvetur KKÍ áhorfendur til að mæta tímanlega til að komast hjá töfum við innganginn á leikstað.Dorrit Moussaieff með Hannesi Jónssyni formanni KKÍ og Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Myndaveisla frá fyrsta leik Íslands í Berlín Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði með sex stiga mun, 71-65, fyrir Þýskalandi í fyrsta leiknum á EM, Eurobasket, sem fram fer í Berlín. 5. september 2015 15:50 Sjáðu stemninguna á Urban Spree fyrir Ísland - Þýskaland Íslensku stuðningsmennirnir sem staddir eru í Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta, Eurobasket, gerðu sér glaðan dag í dag. 5. september 2015 19:30 Sjáið íslensku strákana reyna að stoppa Dirk Nowitzki í gær | Myndband Dirk Nowitzki, einn þekktasti og besti evróski körfuboltamaður allra tíma, fór fyrir sigri Þjóðverja á móti Íslandi í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í gær. 6. september 2015 13:30 Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Hlynur um Dirk Nowitzki: Öðruvísi en að mæta einhverjum skógarhöggsmönnum Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, bar sig vel eftir leikinn á móti Þjóðverjum í dag en mikið álag verður á honum eins og öðrum lykilimönnum íslenska liðsins á Evrópumótinu. 6. september 2015 10:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Sjá meira
Dorrit Moussaieff, eiginkona forseta Íslands, Herra Ólafs Ragnars Grímssonar, var hrókur alls fagnaðar í Berlín í gær þegar íslenska stuðningsfólkið hittist á Urban Spree fyrir leikinn. Þetta var sögulegur dagur fyrir íslenskan körfubolta og íslenskt íþróttalíf þegar íslenskt landslið spilaði sinn fyrsta leik á stórmóti í einni vinsælustu íþrótt heims. Íslensku strákarnir töpuðu reyndar naumlega fyrir Þýskalandi en stóðu sig mjög vel á móti stjörnuprýddu þýsku liði. Menntamálaráðherrann Illugi Gunnarsson mætti á Urban Spree í gær nýkominn frá Amsterdam þar sem íslenska fótboltalandsliðið vann sögulegan sigur. Einar Bollason og fleiri gamlar goðsagnir voru að sjálfsögðu á staðnum, Tommi á Búllunni grillaði ofan í liðið og þarna voru líka Svali Björgvinsson, Hannes S. Jónsson formaður, Guðbjörg Norðfjörð varaformaður og nokkrir af leikjahæstu landsliðsmönnum Íslands frá upphafi eins og þeir Guðmundur Bragason og Herbert Arnarson. Það var hinsvegar frú Dorrit Moussaieff sem stal senunni en hún mætti klædd íslenska landsliðsbúningnum og heilsaði öllum sem vildu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Dorrit Moussaieff er á stórmóti hjá íslensku landsliði og það var meðal annars ógleymanlegt þegar hún mætti á Ólympíuleikana í Peking. Herra Ólafur Ragnar Grímsson var með henni þá en núna vara hún bara ein þar sem forsetinn var upptekinn heima á Íslandi. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegar myndir sem Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók af Dorrit Moussaief á Urban Spree í gær. Íslendingar í Berlín ætla að hittast fyrir leik á Urban Spree líkt og í gær. Ísland mætir Ítölum klukkan 18.00 að staðartíma í Berlín. Af gefnu tilefni hvetur KKÍ áhorfendur til að mæta tímanlega til að komast hjá töfum við innganginn á leikstað.Dorrit Moussaieff með Hannesi Jónssyni formanni KKÍ og Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Myndaveisla frá fyrsta leik Íslands í Berlín Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði með sex stiga mun, 71-65, fyrir Þýskalandi í fyrsta leiknum á EM, Eurobasket, sem fram fer í Berlín. 5. september 2015 15:50 Sjáðu stemninguna á Urban Spree fyrir Ísland - Þýskaland Íslensku stuðningsmennirnir sem staddir eru í Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta, Eurobasket, gerðu sér glaðan dag í dag. 5. september 2015 19:30 Sjáið íslensku strákana reyna að stoppa Dirk Nowitzki í gær | Myndband Dirk Nowitzki, einn þekktasti og besti evróski körfuboltamaður allra tíma, fór fyrir sigri Þjóðverja á móti Íslandi í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í gær. 6. september 2015 13:30 Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Hlynur um Dirk Nowitzki: Öðruvísi en að mæta einhverjum skógarhöggsmönnum Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, bar sig vel eftir leikinn á móti Þjóðverjum í dag en mikið álag verður á honum eins og öðrum lykilimönnum íslenska liðsins á Evrópumótinu. 6. september 2015 10:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Sjá meira
Myndaveisla frá fyrsta leik Íslands í Berlín Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði með sex stiga mun, 71-65, fyrir Þýskalandi í fyrsta leiknum á EM, Eurobasket, sem fram fer í Berlín. 5. september 2015 15:50
Sjáðu stemninguna á Urban Spree fyrir Ísland - Þýskaland Íslensku stuðningsmennirnir sem staddir eru í Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta, Eurobasket, gerðu sér glaðan dag í dag. 5. september 2015 19:30
Sjáið íslensku strákana reyna að stoppa Dirk Nowitzki í gær | Myndband Dirk Nowitzki, einn þekktasti og besti evróski körfuboltamaður allra tíma, fór fyrir sigri Þjóðverja á móti Íslandi í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í gær. 6. september 2015 13:30
Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45
Hlynur um Dirk Nowitzki: Öðruvísi en að mæta einhverjum skógarhöggsmönnum Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, bar sig vel eftir leikinn á móti Þjóðverjum í dag en mikið álag verður á honum eins og öðrum lykilimönnum íslenska liðsins á Evrópumótinu. 6. september 2015 10:00