Audi, BMW og Benz úr 10% í 17% í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2015 17:34 BMW 335ix. Það eru mun meiri líkur að bílkaupendur í Evrópu í dag velji sér Audi, BMW eða Benz bíl en Citroën, Fiat eða Toyota. Árið 1995 seldust samtals 1.175.000 Audi, BMW og Benz bílar í Evrópu, en þeir voru 1.999.000 í fyrra. Þessi aukning hefur fært þessum þremur þýsku lúxusbílaframleiðendum 17% markaðshlutdeild í álfunni, en hún nam aðeins 10% árið 1995. Það sem mest hefur breyst á þessum 20 árum er að lúxusbílaframleiðendurnir hafa boðið aukið úrval smærri bíla, jepplinga og jeppa sem ekki voru í boði hjá þeim fyrir 20 árum. Bættur efnahagur í álfunni hefur einnig gefið fleiri íbúum álfunnar kost á því að kaupa sér lúxusbíla. Árið 1995 var Mercedes Benz áttundi stærsti bílasali í Evrópu, BMW níundi stærsti og Audi tíundi stærsti. Í fyrra var Audi orðið sjötti stærsti bílasali í Evrópu, BMW sjöndi og Mercedes Benz sá áttundi. Því hefur vöxtur Audi á þessu tímabili verið sá mesti meðal þeirra þriggja en minnstur hjá Mercedes Benz. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent
Það eru mun meiri líkur að bílkaupendur í Evrópu í dag velji sér Audi, BMW eða Benz bíl en Citroën, Fiat eða Toyota. Árið 1995 seldust samtals 1.175.000 Audi, BMW og Benz bílar í Evrópu, en þeir voru 1.999.000 í fyrra. Þessi aukning hefur fært þessum þremur þýsku lúxusbílaframleiðendum 17% markaðshlutdeild í álfunni, en hún nam aðeins 10% árið 1995. Það sem mest hefur breyst á þessum 20 árum er að lúxusbílaframleiðendurnir hafa boðið aukið úrval smærri bíla, jepplinga og jeppa sem ekki voru í boði hjá þeim fyrir 20 árum. Bættur efnahagur í álfunni hefur einnig gefið fleiri íbúum álfunnar kost á því að kaupa sér lúxusbíla. Árið 1995 var Mercedes Benz áttundi stærsti bílasali í Evrópu, BMW níundi stærsti og Audi tíundi stærsti. Í fyrra var Audi orðið sjötti stærsti bílasali í Evrópu, BMW sjöndi og Mercedes Benz sá áttundi. Því hefur vöxtur Audi á þessu tímabili verið sá mesti meðal þeirra þriggja en minnstur hjá Mercedes Benz.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent