Erlent

Getur tekið á móti 500 þúsund flóttamönnum á ári

Atli Ísleifsson skrifar
Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands.
Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands. Vísir/AFP
Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, segir að Þýskaland geti tekið við 500 þúsund nýjum flóttamönnum á hverju ári næstu árin.

Gabriel lét orðin falla í samtali við sjónvarpsstöðina ZDF í morgun.

Þýsk yfirvöld gera ráð fyrir að um 800 þúsund flóttamenn komi til landsins á þessu ári. Gangi það eftir er það fjórföldun frá fyrra ári.

Í viðtalinu sagði Gabriel ekki nokkurn vafa á því að Þýskaland geti tekið á móti fleirum þar sem Þýskaland er „efnahagslega öflugt ríki“.

Hann segir þó að önnur ríki verði einnig að gera meira til að takast megi á við aukinn straum flóttafólks til álfunnar.


Tengdar fréttir

Flýgur til Lesbos að hjálpa flóttafólki

"Hver einasti dagur skiptir máli, ég hreinlega gat ekki setið hér lengur og ákvað því að freista þess að komast til Lesbos um miðjan október til að aðstoða flóttamenn á eyjunni,“ segir Ásta Hafþórsdóttir, kvikmyndagerðarkona í Ósló.

Merkel segir breytingar í vændum í Þýskalandi

Evrópusambandið hyggst taka við 160 þúsund flóttamönnum frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi. Þar af taka Þjóðverjar við 40 þúsundum og Frakkar 30 þúsundum. Bretar taka við 20 þúsundum á 5 árum. Ungverjar hafna kvótakerfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×