Erlent

Greina frá lakari kjörum flóttafólks í Danmörku í líbönskum dagblöðum

Atli Ísleifsson skrifar
Danir hafa hert reglur um innflytjendur allt frá því að minnihlutastjórn Lars Løkke Rasmussen tók við völdum í landinu fyrr í sumar.
Danir hafa hert reglur um innflytjendur allt frá því að minnihlutastjórn Lars Løkke Rasmussen tók við völdum í landinu fyrr í sumar. Vísir/AFP
Danska ríkisstjórnin hefur auglýst í líbönskum dagblöðum þar sem undirliggjandi boðskapur þykir nokkuð skýr: Ekki koma til Danmerkur.

Í auglýsingunni er Danmörku í nokkrum atriðum lýst sem óæskilegum og óheillandi stað fyrir flóttafólk, meðal annars vegna nýlegrar löggjafar sem felur í sér að opinber stuðningur við flóttafólk hefur dregist saman um 50 prósent. Þá segir að allir þeir sem sækjast eftir landvistarleyfi verði að læra dönsku.

Auglýsingarnar voru birtar í fjórum dagblöðum í gær, bæði á arabísku og ensku.

Danir hafa hert reglur um innflytjendur allt frá því að minnihlutastjórn Lars Løkke Rasmussen tók við völdum í landinu fyrr í sumar.

Inger Stojberg, ráðherra innflytjendamála, greindi frá því í júlí að ríkisstjórnin hugðist auglýsa í dagblöðum í Miðausturlöndum með þessum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×