Meðalverð notaðra bíla aldrei hærra í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2015 16:00 Gríðarleg sala á nýjum pallbílum hækkar meðalverð notaðra bíla. Aldrei fyrr hefur meðalverð notaðra bíla verið hærra en á öðrum ársfjórðungi þessa árs í Bandaríkjunum. Meðalverðið var 18.800 dollarar, eða 2,4 milljónir króna. Það er Edmunds sem tekur saman þessar upplýsingar og birtir ársfjórðungslega. Hækkunin á milli ára er 7,6%, en einnig varð 5,7% hækkun fyrir ári. Það sem keyrt hefur upp meðalverðið er góð sala bíla því þeir eldri fara í sölu og einnig hækkandi verð á nýjum bílum og þeir eldri fylgja með. Mikið af þessum eldri bílum eru pallbílar og verð þeirra er talsvert hærra en á fólksbílum. Meðalverð nýrra bíla sem seldir hafa verið í Bandaríkjunum á öðrum ársafjórðungi þessa árs var 33.340 dollarar, eða 4,3 milljónir króna og er það meðalverð líka talsvert hærra en í fyrra og aftur á sala pallbíla þar mikinn þátt. Ekki er hækkun á verði notaðra bíla jafnt yfir allar bílgerðir. Bílar yngri en tveggja ára hafa reyndar lækkað í verði á milli ára en bílar 8 ára og eldri hafa hækkað um 11%. Notaðir lúxusbílar hafa almennt lækkað í verði milli ára, líkt og nýlegir bílar. Því eru líklega bestu kauptækifærin í þeim. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent
Aldrei fyrr hefur meðalverð notaðra bíla verið hærra en á öðrum ársfjórðungi þessa árs í Bandaríkjunum. Meðalverðið var 18.800 dollarar, eða 2,4 milljónir króna. Það er Edmunds sem tekur saman þessar upplýsingar og birtir ársfjórðungslega. Hækkunin á milli ára er 7,6%, en einnig varð 5,7% hækkun fyrir ári. Það sem keyrt hefur upp meðalverðið er góð sala bíla því þeir eldri fara í sölu og einnig hækkandi verð á nýjum bílum og þeir eldri fylgja með. Mikið af þessum eldri bílum eru pallbílar og verð þeirra er talsvert hærra en á fólksbílum. Meðalverð nýrra bíla sem seldir hafa verið í Bandaríkjunum á öðrum ársafjórðungi þessa árs var 33.340 dollarar, eða 4,3 milljónir króna og er það meðalverð líka talsvert hærra en í fyrra og aftur á sala pallbíla þar mikinn þátt. Ekki er hækkun á verði notaðra bíla jafnt yfir allar bílgerðir. Bílar yngri en tveggja ára hafa reyndar lækkað í verði á milli ára en bílar 8 ára og eldri hafa hækkað um 11%. Notaðir lúxusbílar hafa almennt lækkað í verði milli ára, líkt og nýlegir bílar. Því eru líklega bestu kauptækifærin í þeim.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent