Félag atvinnurekenda fagnar tollalækkun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. september 2015 14:45 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/VG Félag atvinnurekenda fagnar því að í fjárlagafrumvarpi næsta árs sé kveðið á um afnám tolla af fötum og skóm um áramót en harmar það að ekki sé gert ráð fyrir lækkun tryggingagjalds í fjárlagafrumvarpi 2016 sem kynnt var í dag. Þetta segir í frétt á vefsíðu félagsins. Stjórn FA fagnar áformum stjórnvalda um að afnema fleiri tolla á næsta ári. Segir FA að tollalækkunaráform stjórnvalda séu mikilvægt framhald þess afnáms vörugjalda sem hófst um síðustu áramót og stórt skref í átt til þess að efla frjálsa milliríkjaverslun. FA hvetur til þess að þessi áform nái til alls innflutnings, og að einstökum atvinnugreinum sé ekki hlíft við þeirri samkeppni sem felst í viðskiptafrelsi. Stjórn FA skorar á ríkisstjórnina að endurskoða þá afstöðu sína að viðhalda tollum á ýmsar innfluttar matvörur. Að mati FA hækka matartollarnir vöruverð í landinu og vernda óhagkvæmar búgreinar fyrir erlendri samkeppni, sem FA telur að myndi hvetja til hagræðingar og vöruþróunar. Segir ennfremur að í sumum tilvikum séu lagðir gífurlegir tollar á innfluttar matvörur án þess að séð verði að verið sé að vernda neina innlenda starfsemi. Stjórn FA harmar þó að ekki sé gert ráð fyrir lækkun á tryggingargjaldi umfram þá litlu breytingu sem áður hafði verið ákveðin. Það sé ekki í samræmi við fyrri ummæli fjármálaráðherra um að hann vildi leita leiða til að flýta lækkun tryggingagjalds. FA telur að háir launaskattar, á borð við tryggingagjaldið, draga úr getu fyrirtækja til að greiða hærri laun eða bæta við sig fólki. Hátt tryggingagjald stuðli því í raun að auknu atvinnuleysi og torveldar fyrirtækjum að taka á sig þær byrðar sem felast í nýgerðum kjarasamningum. Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Félag atvinnurekenda fagnar því að í fjárlagafrumvarpi næsta árs sé kveðið á um afnám tolla af fötum og skóm um áramót en harmar það að ekki sé gert ráð fyrir lækkun tryggingagjalds í fjárlagafrumvarpi 2016 sem kynnt var í dag. Þetta segir í frétt á vefsíðu félagsins. Stjórn FA fagnar áformum stjórnvalda um að afnema fleiri tolla á næsta ári. Segir FA að tollalækkunaráform stjórnvalda séu mikilvægt framhald þess afnáms vörugjalda sem hófst um síðustu áramót og stórt skref í átt til þess að efla frjálsa milliríkjaverslun. FA hvetur til þess að þessi áform nái til alls innflutnings, og að einstökum atvinnugreinum sé ekki hlíft við þeirri samkeppni sem felst í viðskiptafrelsi. Stjórn FA skorar á ríkisstjórnina að endurskoða þá afstöðu sína að viðhalda tollum á ýmsar innfluttar matvörur. Að mati FA hækka matartollarnir vöruverð í landinu og vernda óhagkvæmar búgreinar fyrir erlendri samkeppni, sem FA telur að myndi hvetja til hagræðingar og vöruþróunar. Segir ennfremur að í sumum tilvikum séu lagðir gífurlegir tollar á innfluttar matvörur án þess að séð verði að verið sé að vernda neina innlenda starfsemi. Stjórn FA harmar þó að ekki sé gert ráð fyrir lækkun á tryggingargjaldi umfram þá litlu breytingu sem áður hafði verið ákveðin. Það sé ekki í samræmi við fyrri ummæli fjármálaráðherra um að hann vildi leita leiða til að flýta lækkun tryggingagjalds. FA telur að háir launaskattar, á borð við tryggingagjaldið, draga úr getu fyrirtækja til að greiða hærri laun eða bæta við sig fólki. Hátt tryggingagjald stuðli því í raun að auknu atvinnuleysi og torveldar fyrirtækjum að taka á sig þær byrðar sem felast í nýgerðum kjarasamningum.
Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira