Sjö áhorfendur dóu í spænskri rallkeppni Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2015 16:45 Sá hörmulegi atburður varð í spænskri rallkeppni um helgina að 7 áhorfendur dóu þegar ökumaður eins keppnisbílsins missti stjórn á bíl sínum og lenti á hópi áhorfenda. Þessi keppni ber nafnið A Coruna og er haldin í Galisíu í norðvesturhluta Spánar. Keppninni var hætt í kjölfar slyssins. Fimmtán aðrir áhorfendur slösuðust í óhappinu og voru fluttir á spítala. Bæði ökumaðurinn og aðstoðarökumaður hans sluppu ómeiddir. Þeir óku bíl sínum á mun meiri hraða en aðstæður buðu uppá og því misstu þeir stjórnina á bíl sínum með þessum hörmulegu afleiðingum. Sjá má myndskeið af óhappinu hér að ofan. Björgunarfólk á slysstað. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent
Sá hörmulegi atburður varð í spænskri rallkeppni um helgina að 7 áhorfendur dóu þegar ökumaður eins keppnisbílsins missti stjórn á bíl sínum og lenti á hópi áhorfenda. Þessi keppni ber nafnið A Coruna og er haldin í Galisíu í norðvesturhluta Spánar. Keppninni var hætt í kjölfar slyssins. Fimmtán aðrir áhorfendur slösuðust í óhappinu og voru fluttir á spítala. Bæði ökumaðurinn og aðstoðarökumaður hans sluppu ómeiddir. Þeir óku bíl sínum á mun meiri hraða en aðstæður buðu uppá og því misstu þeir stjórnina á bíl sínum með þessum hörmulegu afleiðingum. Sjá má myndskeið af óhappinu hér að ofan. Björgunarfólk á slysstað.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent