Forsíðufyrirsæta septembertölublaðs Glamour er hin bandaríska Myla Dalbesio. Myla er 28 ára gömul, fædd og uppalin vestanhafs og var uppgötvuð eftir að hún tók þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Wisconsin Teen USA árið 2004.
Henni gekk erfiðlega að ná sér í samning til að byrja með þar sem skrifstofur töldu hana vera í stærri kantinum og ekki passa í hið staðlaða útlit fyrirsætunnar. Hún var skráð sem fyrirsæta í yfirstærð (e. plus size) hjá Ford-fyrirsætuskrifstofunni þegar hún var 18 ára gömul en hún er í stærð 8. Þetta líkar henni ekki og hefur hún lengi barist fyrir aukinni fjölbreytni í fyrirsætuheiminum.
Myla komst rækilega á kortið er hún sat fyrir í nærfataherferð fyrir Calvin Klein en í kjölfarið fór hún á topplista yfir heitustu fyrirsætur í heimi árið 2015.

Myla hefur unnið fyrir:
Purple, Vogue India, Dazed & Confused, Lui, Bon, Oyster, Twin, Viva Moda, Elle France og Elle Italia.

The definition of GOOD MORNING. Thank you @glamouriceland for putting me on your September cover! What a great way to start the day And thanks to the lovely team! Photo by @siljamagg, styling by @rachael.wang, hair by @cameronrains, and makeup by @yukoonthego @nextmodels @mothermodel
A photo posted by MYLA DALBESIO (@myladalbesio) on Sep 9, 2015 at 4:35am PDT
Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak!
Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.