Viðskipti erlent

Fox kaupir ráðandi hlut í National Geographic

Sæunn Gísladóttir skrifar
Rupert Murdoch er eigandi 21st Century Fox.
Rupert Murdoch er eigandi 21st Century Fox. Vísir/AFP
Fjölmiðlarisinn 21st Century Fox, sem er í eigu milljarðarmæringsins Rupert Murdoch hefur keypt ráðandi hlut í fjölmiðladeild National Geographic. Samningurinn er metinn á 725 milljónir dollara.

Fox hefur átt í samstarfi við National Geographic í 18 ár og hafa þá séð um sjónvarpsstöðvar þess. Með nýja samningnum verður hins vegar til samstæðan National Geographic Partners sem mun eiga og reka alla fjölmiðladeild National Geographic, meðal annars tímarit þess, bækur, barnaefni og vefverslun. 

Fox mun eiga 73% hlut í fyrirtækinu en National Geographic Society, sem er góðgerðarfélag mun eiga 27% og halda áfram að fjármagna vísindarannsóknir. Talið er að samningurinn verði fullgildur í lok árs. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×