Freyr: Markmiðið er að vinna riðilinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. september 2015 16:30 Freyr Alexandersson. Vísir/Pjetur „Það er klárlega markmiðið okkar að vinna riðilinn og bóka okkur með því sæti beint inn á lokamótið sem fer fram í Hollandi eftir tvö ár og við munum vinna markvisst að því,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, eftir að hafa tilkynnt leikmannahópinn fyrir fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2017 sem fer fram í Hollandi. Það munar um að Margrét Lára Viðarsdóttir virðist vera að ná aftur fyrri styrk en hún hefur leikið 90 mínútur í undanförnum leikjum og Freyr sagðist vera ánægður að sjá hana vera farna af stað á ný. „Það er jákvætt fyrir okkur og fyrir hana. Þetta er búið að vera erfitt fyrir hana í meiðslunum en henni líður vel núna og það er eflaust mikil tilhlökkun hjá henni að koma til móts við liðið. Hún er flottur íþróttamaður sem hefur átt glæsilegan feril þrátt fyrir erfið meiðsli, það segir sitt að hún hafi skorað rúmlega 70 mörk fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Freyr sem var ánægður að fá leik þegar leikmenn liðsins úr Pepsi-deildinni væru í toppstandi. „Þær ættu að vera í toppformi þessa dagana og fyrir vikið henta þessir haust leikdagar okkur vel. Þær sem eru í þessum hóp hafa verið að standa sig vel og koma vonandi með það inn í landsliðið núna.“ Sonný Lára Þráinsdóttir og Guðrún Arnardóttir eru hluti af leikmannahóp íslenska liðsins en þær hafa slegið í gegn í liði Blika. „Þær hafa báðar átt frábært Íslandsmót. Þær komu með á Algarve Cup síðast og þar fékk ég tækifæri til að skoða betur hvað þær hafa fram að færa. Þær hafa báðar tekið gríðarlegum framförum undanfarin ár og það er frábært að fá samkeppni í miðvarða- og markmannsstöðunni.“ Freyr sagði það jákvætt fyrir aðra leikmenn Pepsi-deildarinnar að sjá að með góðri frammistöðu væri sæti í landsliðinu í boði. „Það er mjög mikilvægt, deildin er búin að vera frábær í sumar. Gæðin í deildinni eru að aukast og við erum búin að fá toppleiki trekk í trekk. Þetta gefur öðrum stelpum von því við veljum þær sem standa sig vel.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjá meira
„Það er klárlega markmiðið okkar að vinna riðilinn og bóka okkur með því sæti beint inn á lokamótið sem fer fram í Hollandi eftir tvö ár og við munum vinna markvisst að því,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, eftir að hafa tilkynnt leikmannahópinn fyrir fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2017 sem fer fram í Hollandi. Það munar um að Margrét Lára Viðarsdóttir virðist vera að ná aftur fyrri styrk en hún hefur leikið 90 mínútur í undanförnum leikjum og Freyr sagðist vera ánægður að sjá hana vera farna af stað á ný. „Það er jákvætt fyrir okkur og fyrir hana. Þetta er búið að vera erfitt fyrir hana í meiðslunum en henni líður vel núna og það er eflaust mikil tilhlökkun hjá henni að koma til móts við liðið. Hún er flottur íþróttamaður sem hefur átt glæsilegan feril þrátt fyrir erfið meiðsli, það segir sitt að hún hafi skorað rúmlega 70 mörk fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Freyr sem var ánægður að fá leik þegar leikmenn liðsins úr Pepsi-deildinni væru í toppstandi. „Þær ættu að vera í toppformi þessa dagana og fyrir vikið henta þessir haust leikdagar okkur vel. Þær sem eru í þessum hóp hafa verið að standa sig vel og koma vonandi með það inn í landsliðið núna.“ Sonný Lára Þráinsdóttir og Guðrún Arnardóttir eru hluti af leikmannahóp íslenska liðsins en þær hafa slegið í gegn í liði Blika. „Þær hafa báðar átt frábært Íslandsmót. Þær komu með á Algarve Cup síðast og þar fékk ég tækifæri til að skoða betur hvað þær hafa fram að færa. Þær hafa báðar tekið gríðarlegum framförum undanfarin ár og það er frábært að fá samkeppni í miðvarða- og markmannsstöðunni.“ Freyr sagði það jákvætt fyrir aðra leikmenn Pepsi-deildarinnar að sjá að með góðri frammistöðu væri sæti í landsliðinu í boði. „Það er mjög mikilvægt, deildin er búin að vera frábær í sumar. Gæðin í deildinni eru að aukast og við erum búin að fá toppleiki trekk í trekk. Þetta gefur öðrum stelpum von því við veljum þær sem standa sig vel.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjá meira