Hörður Axel: Ég lenti á vegg í byrjun leiks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2015 22:47 Hörður Axel Vilhjálmsson lét Pau Gasol ekki vaða yfir sig í kvöld. Vísir/Valli Hörður Axel Vilhjálmsson hitti ekki vel á móti Spánverjum í kvöld og viðkenndi það eftir leikinn að hann hafi lent á vegg í leiknum sem Spánverjar unnu með 26 stigum. „Þó að pústið sé rosalega mikið hjá okkur þá er það ekki endalaust. Ég persónulega lenti á vegg í byrjun leiks og verð að reyna að finna mér einhverja aukaorku fyrir morgundaginn," sagði Hörður Axel. Hörður Axel var með 2 stig og 3 stoðsendingar á tæpum 20 mínútum í leiknum en hann hitti bara úr 1 af 8 skotum sínum utan af velli í leiknum. „Þetta er svakalega törn en við verðum bara að halda áfram," sagði Hörður Axel sem hefur spilað af ótrúlegum krafti í fyrstu þremur leikjunum en nú kom kannski að skuldadögum hjá stráknum. „Þetta er eitt besta lið í heimi og að við skulum halda í við þá og gera leik úr þessu, sérstaklega í fyrri hálfleik, er gott og eitthvað sem við getum byggt á," sagði Hörður Axel. „Þeir komu ansi sterki inn í þriðja leikhlutann og kláruðu eiginlega leikinn á fyrstu fimm mínútunum. Það sýnir kannski þeirra gæði og þeir voru bara ofjarlar okkar í seinni hálfleiknum," sagði Hörður Axel en þá breyttist staðan úr 41-36 í 53-38 á augabragði. Eftir þriðja leikhlutann voru úrslitin nánast ráðin og bæði lið hvíldu lykilmenn sína í fjórða og síðasta leikhlutanum. Hörður Axel spilaði því í minna en 20 mínútur sem kemur sér vonandi vel í lokaleiknum á móti Tyrkjum á morgun. Hér fyrir neðan má sjá myndir Valgarðs Gíslasonar af því þegar Herði Axel lenti aðeins saman við NBA-stjörnuna Pau Gasol í leiknum í kvöld.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Haukur: Vorum hrikalega flottir í 20 til 30 mínútur Haukur Helgi Pálsson var næststigahæstur hjá íslenska körfuboltalandsliðinu í kvöld þegar liðið tapaði með 26 stigum á móti stjörnuprýddu spænsku landsliðinu í fjórða leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Berlín. 9. september 2015 22:08 Hlynur: Ekki vanur því að spila svona seint á kvöldin Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, gaf allt sitt að venju í kvöld þegar Ísland tapaði 99-73 á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín. 9. september 2015 21:56 Pavel: Veit ekki hvort ég mátti gefa treyjuna? Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. 9. september 2015 22:44 Jón Arnór: Var að spá í að auglýsa mig á Twitter Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. 9. september 2015 22:13 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson hitti ekki vel á móti Spánverjum í kvöld og viðkenndi það eftir leikinn að hann hafi lent á vegg í leiknum sem Spánverjar unnu með 26 stigum. „Þó að pústið sé rosalega mikið hjá okkur þá er það ekki endalaust. Ég persónulega lenti á vegg í byrjun leiks og verð að reyna að finna mér einhverja aukaorku fyrir morgundaginn," sagði Hörður Axel. Hörður Axel var með 2 stig og 3 stoðsendingar á tæpum 20 mínútum í leiknum en hann hitti bara úr 1 af 8 skotum sínum utan af velli í leiknum. „Þetta er svakalega törn en við verðum bara að halda áfram," sagði Hörður Axel sem hefur spilað af ótrúlegum krafti í fyrstu þremur leikjunum en nú kom kannski að skuldadögum hjá stráknum. „Þetta er eitt besta lið í heimi og að við skulum halda í við þá og gera leik úr þessu, sérstaklega í fyrri hálfleik, er gott og eitthvað sem við getum byggt á," sagði Hörður Axel. „Þeir komu ansi sterki inn í þriðja leikhlutann og kláruðu eiginlega leikinn á fyrstu fimm mínútunum. Það sýnir kannski þeirra gæði og þeir voru bara ofjarlar okkar í seinni hálfleiknum," sagði Hörður Axel en þá breyttist staðan úr 41-36 í 53-38 á augabragði. Eftir þriðja leikhlutann voru úrslitin nánast ráðin og bæði lið hvíldu lykilmenn sína í fjórða og síðasta leikhlutanum. Hörður Axel spilaði því í minna en 20 mínútur sem kemur sér vonandi vel í lokaleiknum á móti Tyrkjum á morgun. Hér fyrir neðan má sjá myndir Valgarðs Gíslasonar af því þegar Herði Axel lenti aðeins saman við NBA-stjörnuna Pau Gasol í leiknum í kvöld.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Haukur: Vorum hrikalega flottir í 20 til 30 mínútur Haukur Helgi Pálsson var næststigahæstur hjá íslenska körfuboltalandsliðinu í kvöld þegar liðið tapaði með 26 stigum á móti stjörnuprýddu spænsku landsliðinu í fjórða leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Berlín. 9. september 2015 22:08 Hlynur: Ekki vanur því að spila svona seint á kvöldin Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, gaf allt sitt að venju í kvöld þegar Ísland tapaði 99-73 á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín. 9. september 2015 21:56 Pavel: Veit ekki hvort ég mátti gefa treyjuna? Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. 9. september 2015 22:44 Jón Arnór: Var að spá í að auglýsa mig á Twitter Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. 9. september 2015 22:13 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Sjá meira
Haukur: Vorum hrikalega flottir í 20 til 30 mínútur Haukur Helgi Pálsson var næststigahæstur hjá íslenska körfuboltalandsliðinu í kvöld þegar liðið tapaði með 26 stigum á móti stjörnuprýddu spænsku landsliðinu í fjórða leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Berlín. 9. september 2015 22:08
Hlynur: Ekki vanur því að spila svona seint á kvöldin Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, gaf allt sitt að venju í kvöld þegar Ísland tapaði 99-73 á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín. 9. september 2015 21:56
Pavel: Veit ekki hvort ég mátti gefa treyjuna? Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. 9. september 2015 22:44
Jón Arnór: Var að spá í að auglýsa mig á Twitter Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. 9. september 2015 22:13