Megnið af volæði veraldarinnar Magnús Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2015 09:15 „Megnið af volæði veraldarinnar stafar af skorti á ímyndunarafli,“ segir í Bréfi til Láru frá Þórbergi Þórðarsyni frá 1924. Ímyndunaraflið býr nefnilega yfir þeim stórkostlega mætti að það getur gert okkur það kleift að setja okkur í spor annarra. Gert okkur það mögulegt að finna til með fólki og skilja betur hvað rekur það áfram í lífinu og fær það til þess að gera það sem það gerir. John Lennon, annað grannholda séní með kringlótt gleraugu eins og Þórbergur, skildi þetta líka mæta vel og bað okkur um að beita ímyndunaraflinu til þess að breyta heiminum til betri vegar. Ekki veitir af. Þess vegna skulum við nú ímynda okkur eitt stundarkorn að við höfum í morgun vakið börnin okkar óvenju snemma til þess að reyna að komast úr landi með öllum tiltækum ráðum. Það er ekkert annað að gera. Okkar bíður ekkert líf, aðeins blóðug, heiftarleg styrjöld og dauði. Ímyndum okkur að við setjum allt í að komast um borð í gúmmíbát sem á smá möguleika á að koma okkur til öruggrar hafnar en gæti allt eins endað á hafsbotni. Ímyndum okkur að við komumst á áfangastað en þar taki okkur enginn opnum örmum, okkar bíða aðeins flóttamannabúðir, hungur og niðurlæging. Það er erfitt að ímynda sér þessar aðstæður yfir kaffibolla á mánudagsmorgni norður á Íslandi. Engu að síður ber okkur þó siðferðisleg skylda til þess nú þegar þúsundir streyma til Evrópu í leit að lífi. Lífi án styrjalda, hungurs og hörmunga. Ástandið er svo skelfilegt að lítil þjóð norður í Atlantshafi þarf nú að hætta að hugsa smátt. Íslensk stjórnvöld samþykktu fyrir ekki svo löngu að taka við fimmtíu flóttamönnum á tveimur árum. Það er dropi í haf eymdarinnar. Tala sem getur í besta falli talist friðþæging þegar litið er til þess fjölda sem lönd á borð við Þýskaland og Svíþjóð taka við ár hvert og það er ekkert skjól í að miða við fólksfjölda á Íslandi. Langt frá því. Íslensk stjórnvöld þurfa því að láta reyna á ímyndunaraflið, láta samkennd og mannúð ráða för og margfalda þann fjölda flóttafólks sem verður boðið velkomið til Íslands. Það er það eina rétta í stöðunni fyrir þjóð sem vill vera hluti af samfélagi þjóðanna og bera höfuðið hátt á alþjóðavettvangi. Það er það eina rétta í stöðunni fyrir stjórnvald sem vill geta horfst skammlaust í augu við þjóð sína. Þjóð sem getur með brotabroti af ímyndunarafli meistara Þórbergs sér til fulltingis gert betur, bjargað langtum fleiri mannslífum og tekið þeim opnum örmum. Því ef við getum ímyndað okkur betri heim þá getum við að sönnu breytt honum til betri vegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Magnús Guðmundsson Skoðun Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Sjá meira
„Megnið af volæði veraldarinnar stafar af skorti á ímyndunarafli,“ segir í Bréfi til Láru frá Þórbergi Þórðarsyni frá 1924. Ímyndunaraflið býr nefnilega yfir þeim stórkostlega mætti að það getur gert okkur það kleift að setja okkur í spor annarra. Gert okkur það mögulegt að finna til með fólki og skilja betur hvað rekur það áfram í lífinu og fær það til þess að gera það sem það gerir. John Lennon, annað grannholda séní með kringlótt gleraugu eins og Þórbergur, skildi þetta líka mæta vel og bað okkur um að beita ímyndunaraflinu til þess að breyta heiminum til betri vegar. Ekki veitir af. Þess vegna skulum við nú ímynda okkur eitt stundarkorn að við höfum í morgun vakið börnin okkar óvenju snemma til þess að reyna að komast úr landi með öllum tiltækum ráðum. Það er ekkert annað að gera. Okkar bíður ekkert líf, aðeins blóðug, heiftarleg styrjöld og dauði. Ímyndum okkur að við setjum allt í að komast um borð í gúmmíbát sem á smá möguleika á að koma okkur til öruggrar hafnar en gæti allt eins endað á hafsbotni. Ímyndum okkur að við komumst á áfangastað en þar taki okkur enginn opnum örmum, okkar bíða aðeins flóttamannabúðir, hungur og niðurlæging. Það er erfitt að ímynda sér þessar aðstæður yfir kaffibolla á mánudagsmorgni norður á Íslandi. Engu að síður ber okkur þó siðferðisleg skylda til þess nú þegar þúsundir streyma til Evrópu í leit að lífi. Lífi án styrjalda, hungurs og hörmunga. Ástandið er svo skelfilegt að lítil þjóð norður í Atlantshafi þarf nú að hætta að hugsa smátt. Íslensk stjórnvöld samþykktu fyrir ekki svo löngu að taka við fimmtíu flóttamönnum á tveimur árum. Það er dropi í haf eymdarinnar. Tala sem getur í besta falli talist friðþæging þegar litið er til þess fjölda sem lönd á borð við Þýskaland og Svíþjóð taka við ár hvert og það er ekkert skjól í að miða við fólksfjölda á Íslandi. Langt frá því. Íslensk stjórnvöld þurfa því að láta reyna á ímyndunaraflið, láta samkennd og mannúð ráða för og margfalda þann fjölda flóttafólks sem verður boðið velkomið til Íslands. Það er það eina rétta í stöðunni fyrir þjóð sem vill vera hluti af samfélagi þjóðanna og bera höfuðið hátt á alþjóðavettvangi. Það er það eina rétta í stöðunni fyrir stjórnvald sem vill geta horfst skammlaust í augu við þjóð sína. Þjóð sem getur með brotabroti af ímyndunarafli meistara Þórbergs sér til fulltingis gert betur, bjargað langtum fleiri mannslífum og tekið þeim opnum örmum. Því ef við getum ímyndað okkur betri heim þá getum við að sönnu breytt honum til betri vegar.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun