Wolfsburg fær Draxler til að fylla í skarð De Bruyne Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. ágúst 2015 16:00 Julian Draxler í leik með Schalke á dögunum. Vísir/Getty Wolfsburg gekk í dag frá kaupunum á þýska kantmanninum Julian Draxler frá Schalke 04 en honum er ætlað að fylla í það skarð sem Kevin De Bruyne, nýjasti liðsmaður Manchester City, skyldi eftir sig. Samkvæmt þýska blaðinu Bild greiðir Wolfsburg alls 36 milljónir evra fyrir hinn 21 árs gamla Draxler sem hefur undanfarin ár verið orðaður við mörg af stærstu liðum Evrópu. Hefur hann þrátt fyrir ungan aldur þegar leikið 118 leiki fyrir Schalke og 15 leiki fyrir þýska landsliðið. Er honum ætlað að fylla í skarð belgíska kantmannsins De Bruyne sem gekk á dögunum til liðs við Manchester City fyrir 54 milljónir evra. Náði félagið öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni ásamt því að verða í fyrsta sinn í sögu félagsins bikarmeistarar með De Bruyne fremstan í flokki. Er nóg til af seðlum hjá félaginu eftir söluna á De Bruyne og króatíska sóknarmanninum Ivan Perisic sem gekk í morgun til liðs við Inter fyrir 20 milljónir evra. Hefur félagið selt leikmenn fyrir alls 95 milljónir evra undanfarna þrjá daga og átti því í engum erfiðleikum með að greiða 36 milljónir punda fyrir einn efnilegasta leikmann Þýskalands. Þá staðfesti félagið í dag að gengið hefði verið frá kaupunum á brasilíska miðverðinum Dante frá Bayern Munchen. Gengur Dante til liðs við Wolfsburg eftir þrjú ár hjá Bayern Munchen þar sem hann varð í þrígang þýskur meistari ásamt því að verða tvisvar bikarmeistari og vinna Meistaradeild Evrópu í eitt skipti. Julian #Draxler wird ein Wolf! Der Weltmeister kommt vom FC Schalke 04 zum VfL Wolfsburg. pic.twitter.com/bb3cxMZ4gG— VfL_Wolfsburg (@VfL_Wolfsburg) August 31, 2015 Þýski boltinn Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira
Wolfsburg gekk í dag frá kaupunum á þýska kantmanninum Julian Draxler frá Schalke 04 en honum er ætlað að fylla í það skarð sem Kevin De Bruyne, nýjasti liðsmaður Manchester City, skyldi eftir sig. Samkvæmt þýska blaðinu Bild greiðir Wolfsburg alls 36 milljónir evra fyrir hinn 21 árs gamla Draxler sem hefur undanfarin ár verið orðaður við mörg af stærstu liðum Evrópu. Hefur hann þrátt fyrir ungan aldur þegar leikið 118 leiki fyrir Schalke og 15 leiki fyrir þýska landsliðið. Er honum ætlað að fylla í skarð belgíska kantmannsins De Bruyne sem gekk á dögunum til liðs við Manchester City fyrir 54 milljónir evra. Náði félagið öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni ásamt því að verða í fyrsta sinn í sögu félagsins bikarmeistarar með De Bruyne fremstan í flokki. Er nóg til af seðlum hjá félaginu eftir söluna á De Bruyne og króatíska sóknarmanninum Ivan Perisic sem gekk í morgun til liðs við Inter fyrir 20 milljónir evra. Hefur félagið selt leikmenn fyrir alls 95 milljónir evra undanfarna þrjá daga og átti því í engum erfiðleikum með að greiða 36 milljónir punda fyrir einn efnilegasta leikmann Þýskalands. Þá staðfesti félagið í dag að gengið hefði verið frá kaupunum á brasilíska miðverðinum Dante frá Bayern Munchen. Gengur Dante til liðs við Wolfsburg eftir þrjú ár hjá Bayern Munchen þar sem hann varð í þrígang þýskur meistari ásamt því að verða tvisvar bikarmeistari og vinna Meistaradeild Evrópu í eitt skipti. Julian #Draxler wird ein Wolf! Der Weltmeister kommt vom FC Schalke 04 zum VfL Wolfsburg. pic.twitter.com/bb3cxMZ4gG— VfL_Wolfsburg (@VfL_Wolfsburg) August 31, 2015
Þýski boltinn Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira