Misstu fulla stjórn á flugvélinni um tíma Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2015 11:44 Flugvél Icelandair. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út skýrslu vegna atviks sem átti sér stað þann 26. febrúar 2013 þegar Boeing 757-200 vél Icelandair var á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Bilun í vængbúnaði olli því að um tíma höfðu flugmenn vélarinnar ekki stjórn á flugvélinni. Í tilkynningu frá Rannsóknarnefnd segir að þann 26. febrúar 2013 hafi Boeing 757-200 verið í áætlunarflugi á vegum Icelandair á leið frá Kaupmannahafnarflugvelli til Keflavíkurflugvallar með 171 manns um borð. Á lokastefnu fyrir flugbraut 20 á Keflavíkurflugvelli, skömmu fyrir áætlaða lendingu, valt flugvélin á vinstri væng og beygði stjórnlaust til vinstri. Flugmenn flugvélarinnar reyndu að að leiðrétta stefnu flugvélarinnar og höfðu ekki fulla stjórn á flugvélinni um tíma. Í ljós kom að flugvélin hafði misst vökvaþrýsting í hægra vökvaþrýstikerfi um það leyti þegar flugvélin var að hefja lækkun inn til Keflavíkurflugvallar. Við það hafði undirliggjandi bilun sem í kjölfarið fannst í lyftispilli númer 6 á vinstri væng orðið virk þegar vængbörð flugvélarinnar voru sett að fullu niður fyrir lendingu. Biluninn í lyftispillinum var rakin til hönnunargalla er orsakaði sprungumyndun í kjölfar málmþreytu í íhlut í lyftispillinum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa gefur út fimm tillögur í öryggisátt í skýrslunni. Er einni tillögunni beint til framleiðanda lyftispillisins (Moog), tveimur tillögum til framleiðanda flugvélarinnar (Boeing) og tveimur tillögunum til bandarísku flugmálastjórnarinnar (FAA). Fréttir af flugi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út skýrslu vegna atviks sem átti sér stað þann 26. febrúar 2013 þegar Boeing 757-200 vél Icelandair var á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Bilun í vængbúnaði olli því að um tíma höfðu flugmenn vélarinnar ekki stjórn á flugvélinni. Í tilkynningu frá Rannsóknarnefnd segir að þann 26. febrúar 2013 hafi Boeing 757-200 verið í áætlunarflugi á vegum Icelandair á leið frá Kaupmannahafnarflugvelli til Keflavíkurflugvallar með 171 manns um borð. Á lokastefnu fyrir flugbraut 20 á Keflavíkurflugvelli, skömmu fyrir áætlaða lendingu, valt flugvélin á vinstri væng og beygði stjórnlaust til vinstri. Flugmenn flugvélarinnar reyndu að að leiðrétta stefnu flugvélarinnar og höfðu ekki fulla stjórn á flugvélinni um tíma. Í ljós kom að flugvélin hafði misst vökvaþrýsting í hægra vökvaþrýstikerfi um það leyti þegar flugvélin var að hefja lækkun inn til Keflavíkurflugvallar. Við það hafði undirliggjandi bilun sem í kjölfarið fannst í lyftispilli númer 6 á vinstri væng orðið virk þegar vængbörð flugvélarinnar voru sett að fullu niður fyrir lendingu. Biluninn í lyftispillinum var rakin til hönnunargalla er orsakaði sprungumyndun í kjölfar málmþreytu í íhlut í lyftispillinum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa gefur út fimm tillögur í öryggisátt í skýrslunni. Er einni tillögunni beint til framleiðanda lyftispillisins (Moog), tveimur tillögum til framleiðanda flugvélarinnar (Boeing) og tveimur tillögunum til bandarísku flugmálastjórnarinnar (FAA).
Fréttir af flugi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira