Mercedes Benz E-Class Maybach á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 24. ágúst 2015 09:35 Mercedes Benz S-Class Maybach. Mercedes Benz ætlar ekki að einskorða Maybach eðalbíla sína við S-Class bílalínu sína. Hinn öllu minni E-Class bíll verður einnig í boði í Maybach eðalútfærslu. Hann verður ekki síður glæsilegur og Maybach útfærslurnar af S-Class. Af myndum af E-Class Maybach bílnum að dæma er hann lengdur og því með stærri gluggum en hefðbundinn E-Class. Maybach var áður sjálfstætt fyrirtæki sem framleiddi afar vandaða lúxusbíla, en lenti í miklum fjárhagsvandræðum og var keypt af Mercedes Benz. Ekki gekk Benz miklu betur að selja Maybach bíla og tók þá til þess ráðs að framleiða Maybach útfærslur af stærstu gerð fólksbíla sinna, þ.e. S-Class. Sú breyting hefur virkað vel hjá Mercedes Benz og svo vel hja Benz að ákveðið hefur verið að framleiða fleiri og smærri bíla sína í þessari ofurlúxusbílaútfærslu. Maybach var stofnað árið 1909 en var keypt af Mercedes Benz árið 1960. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent
Mercedes Benz ætlar ekki að einskorða Maybach eðalbíla sína við S-Class bílalínu sína. Hinn öllu minni E-Class bíll verður einnig í boði í Maybach eðalútfærslu. Hann verður ekki síður glæsilegur og Maybach útfærslurnar af S-Class. Af myndum af E-Class Maybach bílnum að dæma er hann lengdur og því með stærri gluggum en hefðbundinn E-Class. Maybach var áður sjálfstætt fyrirtæki sem framleiddi afar vandaða lúxusbíla, en lenti í miklum fjárhagsvandræðum og var keypt af Mercedes Benz. Ekki gekk Benz miklu betur að selja Maybach bíla og tók þá til þess ráðs að framleiða Maybach útfærslur af stærstu gerð fólksbíla sinna, þ.e. S-Class. Sú breyting hefur virkað vel hjá Mercedes Benz og svo vel hja Benz að ákveðið hefur verið að framleiða fleiri og smærri bíla sína í þessari ofurlúxusbílaútfærslu. Maybach var stofnað árið 1909 en var keypt af Mercedes Benz árið 1960.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent