Nauðsynjar í fataskápinn Glamour kynnir skrifar 24. ágúst 2015 12:00 Glamour/Getty Nú er vel við hæfi að undirbúa fataskápinn fyrir haustið og tískutrendin sem munu tröllríða verslunum landsins á komandi mánuðum. Hér koma nokkur ráð úr nýjasta tölublaði Glamour um hvaða hlutir eru ómissandi til að búa til góðan grunn í skápinn. Allir eiga þeir sameiginlegt að ganga við allt, detta seint úr tísku og hægt að klæða bæði upp og niður eftir hentugleika. 1. Stuttermabolur: Svartur og hvítur stuttermabolur úr góðu efni er nauðsynlegt að eiga í fataskápnum. 2. Leður: Buxur og jakki úr leðri er eitthvað sem dettur seint úr tísku. 3. Kápa: Yfirhöfn í góðu efni er klassísk flík og getur gert kraftaverk fyrir heildarútlitið. 4. Gallabuxur: Góðar gallabuxur eru gulls ígildi var einhvertíma sagt. Við erum sammála því, enda kemst fátt með tærnar þar sem góðar gallabuxur hafa hælana. 5. Hvít skyrta: Það verða allir að eiga eina góða hvíta skyrtu í fataskápnum sem fer vel við gallabuxurnar sem og fínni flíkur. Hægt að poppa upp með réttum fylgihlutum. 6. Leðurstígvél: Hvort sem þau eru með háum hælum eða flatbotna eru leðurstígvél eitthvað sem við notum á hverjum degi yfir vetrartímann og því mikilvægt að vanda valið. 7. Strigaskór: Strigaskótískan hefur tröllriðið öllu undanfarin misseri og er ekkert lát þar á. Um að gera að hafa þægindin í fyrirrúmi og velja sér par sem gengur í vinnuna sem og í afslöppunina um helgar. Hér má sjá nokkra góða hluti í fataskápinn sem hægt er að kaupa hér heima frá Skór.is, Topshop, Dorothy Perkins, Warehouse, F&F og Zöru. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak!Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook. Glamour Tíska Mest lesið Eru litaðir augnskuggar málið? Glamour Hætt saman eftir tveggja ára samband Glamour Nýr ilmur frá Chanel frumsýndur í París Glamour Nú er tími fyrir rúskinn! Glamour Allt blátt hjá Chanel Glamour Jared Leto í baði fyrir Gucci Glamour Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Glamour CDFA stendur með Planned Parenthood Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Hönnunarmars: "90 sýningar sem eru hver annarri betri“ Glamour
Nú er vel við hæfi að undirbúa fataskápinn fyrir haustið og tískutrendin sem munu tröllríða verslunum landsins á komandi mánuðum. Hér koma nokkur ráð úr nýjasta tölublaði Glamour um hvaða hlutir eru ómissandi til að búa til góðan grunn í skápinn. Allir eiga þeir sameiginlegt að ganga við allt, detta seint úr tísku og hægt að klæða bæði upp og niður eftir hentugleika. 1. Stuttermabolur: Svartur og hvítur stuttermabolur úr góðu efni er nauðsynlegt að eiga í fataskápnum. 2. Leður: Buxur og jakki úr leðri er eitthvað sem dettur seint úr tísku. 3. Kápa: Yfirhöfn í góðu efni er klassísk flík og getur gert kraftaverk fyrir heildarútlitið. 4. Gallabuxur: Góðar gallabuxur eru gulls ígildi var einhvertíma sagt. Við erum sammála því, enda kemst fátt með tærnar þar sem góðar gallabuxur hafa hælana. 5. Hvít skyrta: Það verða allir að eiga eina góða hvíta skyrtu í fataskápnum sem fer vel við gallabuxurnar sem og fínni flíkur. Hægt að poppa upp með réttum fylgihlutum. 6. Leðurstígvél: Hvort sem þau eru með háum hælum eða flatbotna eru leðurstígvél eitthvað sem við notum á hverjum degi yfir vetrartímann og því mikilvægt að vanda valið. 7. Strigaskór: Strigaskótískan hefur tröllriðið öllu undanfarin misseri og er ekkert lát þar á. Um að gera að hafa þægindin í fyrirrúmi og velja sér par sem gengur í vinnuna sem og í afslöppunina um helgar. Hér má sjá nokkra góða hluti í fataskápinn sem hægt er að kaupa hér heima frá Skór.is, Topshop, Dorothy Perkins, Warehouse, F&F og Zöru. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak!Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.
Glamour Tíska Mest lesið Eru litaðir augnskuggar málið? Glamour Hætt saman eftir tveggja ára samband Glamour Nýr ilmur frá Chanel frumsýndur í París Glamour Nú er tími fyrir rúskinn! Glamour Allt blátt hjá Chanel Glamour Jared Leto í baði fyrir Gucci Glamour Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Glamour CDFA stendur með Planned Parenthood Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Hönnunarmars: "90 sýningar sem eru hver annarri betri“ Glamour