Sport

Breski ökuþórinn látinn

Justin Wilson.
Justin Wilson. vísir/getty
Justin Wilson lenti í alvarlegu slysi í Indy-kappakstrinum á sunnudag og lést af sárum sínum.

Hann fékk í sig brak er tveir bílar lentu í árekstri fyrir framan hann. Stórt brak kom á fleygiferð að Wilson og hafnaði í höfði hans.

Wilson var fluttur á spítala í dái en náði aldrei að jafna sig og lést. Hann var 37 ára gamall. Wilson skilur eftir sig eiginkonu og tvær dætur.

Hann náði sjö sinnum að vinna keppnir í Indy-kappakstrinum. Hann var einnig í Formúlu 1 árið 2003.


Tengdar fréttir

Breskur ökuþór í dái

Ökuþórinn Justin Wilson er í lífshættu eftir slys í Indy-kappakstrinum um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×