Seðlabanki Kína lækkar stýrivexti Jóhann Óli eiðsson skrifar 25. ágúst 2015 11:14 Myndin lýsir ágætlega ástandinu á kínverskum mörkuðum síðustu daga. vísir/ap Kínverski seðlabankinn lækkaði í dag stýrivexti sína. Er það í fimmta skipti frá því í nóvember sem það er gert. Einnig voru kröfur til eiginfjárhlutfalls banka lækkaðar til að reyna að draga úr áföllum á hlutabréfamarkaðnum. Þetta kemur fram á Bloomberg. Stýrivextir lækka um 0,25 prósentustig niður í 4,6 prósent. Ákvörðunin hafði jákvæð áhrif á Evrópska markaði en FTSE vísitalan í London hækkaði um 3,3% í kjölfar hennar og hinar þýsku og frönsku Dax og Cac hækkuðu um fjögur og hálft prósent. Forsætisráðherrann Li Keqiang hafði gefið út að á árinu væri stefnt að sjö prósent hagvexti. Kallað hafði verið eftir breytingunum í kjölfar hættu á auknu útstreymi fjármagns og minnkaðri greiðslugetu eftir að Kínverjar felldu gjaldmiðil sinn, júanið, þann 11. ágúst síðastliðinn. „Hagkerfið er ennþá undir gífurlegri pressu,“ segir Yao Wei, kínverskur hagfræðingur búsettur í París. „Það verður að taka ríkisfjármálin í gegn og peningastefnan hefur miklu hlutverki þar að gegna með því að tryggja örugga lausafjárstöðu.“ Hættan á verðhjöðnun og stórt skuldafjall voma enn yfir hagkerfi landsins sem horfir fram á sinn minnsta hagvöxt frá árinu 1990 haldi markaðir áfram að hnigna. Tengdar fréttir Kína heldur áfram að falla en aðrir Asíumarkaðir á uppleið Sjanghæ vísitalan lækkaði um 7,6 prósent í viðskiptum dagsins. 25. ágúst 2015 07:22 Hrunið í Kína: Hræðsla greip um sig á íslenskum markaði Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. 24. ágúst 2015 20:37 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kínverski seðlabankinn lækkaði í dag stýrivexti sína. Er það í fimmta skipti frá því í nóvember sem það er gert. Einnig voru kröfur til eiginfjárhlutfalls banka lækkaðar til að reyna að draga úr áföllum á hlutabréfamarkaðnum. Þetta kemur fram á Bloomberg. Stýrivextir lækka um 0,25 prósentustig niður í 4,6 prósent. Ákvörðunin hafði jákvæð áhrif á Evrópska markaði en FTSE vísitalan í London hækkaði um 3,3% í kjölfar hennar og hinar þýsku og frönsku Dax og Cac hækkuðu um fjögur og hálft prósent. Forsætisráðherrann Li Keqiang hafði gefið út að á árinu væri stefnt að sjö prósent hagvexti. Kallað hafði verið eftir breytingunum í kjölfar hættu á auknu útstreymi fjármagns og minnkaðri greiðslugetu eftir að Kínverjar felldu gjaldmiðil sinn, júanið, þann 11. ágúst síðastliðinn. „Hagkerfið er ennþá undir gífurlegri pressu,“ segir Yao Wei, kínverskur hagfræðingur búsettur í París. „Það verður að taka ríkisfjármálin í gegn og peningastefnan hefur miklu hlutverki þar að gegna með því að tryggja örugga lausafjárstöðu.“ Hættan á verðhjöðnun og stórt skuldafjall voma enn yfir hagkerfi landsins sem horfir fram á sinn minnsta hagvöxt frá árinu 1990 haldi markaðir áfram að hnigna.
Tengdar fréttir Kína heldur áfram að falla en aðrir Asíumarkaðir á uppleið Sjanghæ vísitalan lækkaði um 7,6 prósent í viðskiptum dagsins. 25. ágúst 2015 07:22 Hrunið í Kína: Hræðsla greip um sig á íslenskum markaði Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. 24. ágúst 2015 20:37 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kína heldur áfram að falla en aðrir Asíumarkaðir á uppleið Sjanghæ vísitalan lækkaði um 7,6 prósent í viðskiptum dagsins. 25. ágúst 2015 07:22
Hrunið í Kína: Hræðsla greip um sig á íslenskum markaði Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. 24. ágúst 2015 20:37