Seat Altea skipt út fyrir jeppling Finnur Thorlacius skrifar 25. ágúst 2015 12:42 Seat Altea XL. Sá flokkur bíla sem er á mestu undanhaldi í dag eru fjölnotabílar eða strumpastrætóar eins og sumir kalla þá. Hinsvegar er flokkur jepplinga í mikilli sókn og því kemur það kannski ekki á óvart að spænski bílaframleiðandinn Seat skuli hætta framleiðslu Seat Altea fjölnotabílsins og með því búa til rúm til framleiðslu jepplings. Seat, sem er í eigu Volkswagen, hefur framleitt Altea og Altea XL fjölnotabílana frá árinu 2004. Á fyrsta ári Altea seldist bíllinn framar vonum og runnu 31.223 eintök af honum frá færiböndunum til kaupenda, en nú hefur hægt svo á sölu bílsins að Seat hefur ákveðið að hætta framleiðslu hans. Á næsta ári mun hinsvegar koma á markað jepplingur sem byggður verður á sama undirvagni og Seat Leon fólksbíllinn. Þar hoppar Seat á jepplingahraðlestina eins og aðrir bílaframleiðendur, en 1,56 milljónir slíkra bíla seldust í Evrópu og búist er við því að sú tala verði komin í 2 milljónir árið 2020. Aðeins 500.000 jepplingar seldust þar árið 2006, sem sýnir best hraðan vöxtinn í þessum flokki bíla. Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent
Sá flokkur bíla sem er á mestu undanhaldi í dag eru fjölnotabílar eða strumpastrætóar eins og sumir kalla þá. Hinsvegar er flokkur jepplinga í mikilli sókn og því kemur það kannski ekki á óvart að spænski bílaframleiðandinn Seat skuli hætta framleiðslu Seat Altea fjölnotabílsins og með því búa til rúm til framleiðslu jepplings. Seat, sem er í eigu Volkswagen, hefur framleitt Altea og Altea XL fjölnotabílana frá árinu 2004. Á fyrsta ári Altea seldist bíllinn framar vonum og runnu 31.223 eintök af honum frá færiböndunum til kaupenda, en nú hefur hægt svo á sölu bílsins að Seat hefur ákveðið að hætta framleiðslu hans. Á næsta ári mun hinsvegar koma á markað jepplingur sem byggður verður á sama undirvagni og Seat Leon fólksbíllinn. Þar hoppar Seat á jepplingahraðlestina eins og aðrir bílaframleiðendur, en 1,56 milljónir slíkra bíla seldust í Evrópu og búist er við því að sú tala verði komin í 2 milljónir árið 2020. Aðeins 500.000 jepplingar seldust þar árið 2006, sem sýnir best hraðan vöxtinn í þessum flokki bíla.
Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent