Eigendur Lexus bíla ánægðastir Finnur Thorlacius skrifar 25. ágúst 2015 13:42 Lexus NX sportjepplingurinn. Í gær voru birtar niðurstöður ánægjukönnunar bíleigenda í Bandaríkjunum og þar kom í ljós að eigendur Lexus bíla eru þeir ánægðustu vestanhafs. Lexus velti Mercedes Benz úr fyrsta sætinu frá því í fyrra og skoraði 84 af 100 stigum mögulegum. Meðaltalið var 79 og lækkaði um heil 3,7% frá fyrra ári. Mercedes Benz féll um 3 stig en náði samt skori uppá 83. Það voru reyndar aðeins tvö bílamerki sem hækkuðu á listanum þetta árið. BMW hækkaði um 3 stig og Acura, lúxusmerki Honda, hækkaði um heil 8 stig og fékk 83 og BMW náði 82. Fimmtán bílamerki lækkuðu, 10 stóðu í stað og aðeins tvö hækkuðu af þeim 27 bílamerkjum sem könnuð voru. Athygli vekur að aðallega eru það innflutt bílmerki sem skora hæst nú og reyndar sem oft áður. Hæst innlendra merkja náði Ford með 81 stig, GM fékk 79 og Fiat/Chrysler 75. Þetta er þriðja árið í röð sem ánægja bíleigenda minnkar í þessari árlegu könnun og vega þar mikið þrálátar innkallanir bílaframleiðendanna og hækkandi verð bíla vestanhafs. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent
Í gær voru birtar niðurstöður ánægjukönnunar bíleigenda í Bandaríkjunum og þar kom í ljós að eigendur Lexus bíla eru þeir ánægðustu vestanhafs. Lexus velti Mercedes Benz úr fyrsta sætinu frá því í fyrra og skoraði 84 af 100 stigum mögulegum. Meðaltalið var 79 og lækkaði um heil 3,7% frá fyrra ári. Mercedes Benz féll um 3 stig en náði samt skori uppá 83. Það voru reyndar aðeins tvö bílamerki sem hækkuðu á listanum þetta árið. BMW hækkaði um 3 stig og Acura, lúxusmerki Honda, hækkaði um heil 8 stig og fékk 83 og BMW náði 82. Fimmtán bílamerki lækkuðu, 10 stóðu í stað og aðeins tvö hækkuðu af þeim 27 bílamerkjum sem könnuð voru. Athygli vekur að aðallega eru það innflutt bílmerki sem skora hæst nú og reyndar sem oft áður. Hæst innlendra merkja náði Ford með 81 stig, GM fékk 79 og Fiat/Chrysler 75. Þetta er þriðja árið í röð sem ánægja bíleigenda minnkar í þessari árlegu könnun og vega þar mikið þrálátar innkallanir bílaframleiðendanna og hækkandi verð bíla vestanhafs.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent