Ríkustu menn heims töpuðu andvirði 40 billjóna króna á síðustu dögum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. ágúst 2015 14:50 Í gær tapaði Bill Gates upphæð sem nemur um tveimur þriðju af árlegri skattinnheimtu ríkissjóðs. vísir/getty Fjögurhundruð ríkustu menn heims töpuðu samtals 124 milljörðum dollara í gær ofan á þá 182 milljarða dollara sem töpuðust í síðustu viku. Samtals hafa þeir því tapað 310 milljörðum dollara á síðustu dögum. Sé tap síðustu daga reiknað yfir í íslenskrar krónur nemur að tæpum fjörutíu billjónum eða 39.990 milljörðum til að hafa upphæðina nákvæma. Til að setja upphæðina í samhengi innheimtir íslenska ríkið um sexhundruð milljarða á ári í skatta og verg landsframleiðsla ársins 2014 var tæpir 2.000 milljarðar króna. Vikutapið nemur því tuttugufaldri vergri landsframleiðslu Íslands. 24 milljarðamæringar töpuðu meiru en milljarði dollara, um 130 milljörðum króna, á gærdeginum einum. Þar má nefna Bill Gates, eiganda Microsoft, sem tapaði 3,2 milljörðum og Jeff Bezos, eiganda Amazon, sem tapaði 2,6 milljörðum dollara. Mexíkóinn Carlos Slim, sem var ríkasti maður heims árin 2010-2013, tapaði 1,6 milljörðum dollara og hefur ekki verið jafn fátækur síðan árið 2012. Tapið má að stærstum hluta rekja til óstöðugleika á mörkuðum í Asíu en verðbréfamarkaðir í Kína hafa verið í frjálsu falli undanfarna daga og vikur. Inn á vef Bloomberg er hægt að skoða hve miklu auðkýfingar heimsins hafa tapað eða grætt á síðustu dögum. Hægt er að flokka fólkið niður eftir kyni, aldri, iðnaði og hægt skoða gengi þeirra á mismunandi tímum. Smelltu hér til að skoða gagnvirka listann. Tengdar fréttir Bill Gates kveður: Skrapp í þyrlu á Hornstrandir og flutti inn allan mat Ríkasti maður heims skrapp í þyrlu til Hornstranda þar sem hann freistaði þess að sjá refi. 28. júlí 2015 09:34 Seðlabanki Kína lækkar stýrivexti Þetta er fimmta stýrivaxtalækkunin frá því í nóvember. 25. ágúst 2015 11:14 Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína Miklar verðlækkanir hér á Íslandi. 24. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjögurhundruð ríkustu menn heims töpuðu samtals 124 milljörðum dollara í gær ofan á þá 182 milljarða dollara sem töpuðust í síðustu viku. Samtals hafa þeir því tapað 310 milljörðum dollara á síðustu dögum. Sé tap síðustu daga reiknað yfir í íslenskrar krónur nemur að tæpum fjörutíu billjónum eða 39.990 milljörðum til að hafa upphæðina nákvæma. Til að setja upphæðina í samhengi innheimtir íslenska ríkið um sexhundruð milljarða á ári í skatta og verg landsframleiðsla ársins 2014 var tæpir 2.000 milljarðar króna. Vikutapið nemur því tuttugufaldri vergri landsframleiðslu Íslands. 24 milljarðamæringar töpuðu meiru en milljarði dollara, um 130 milljörðum króna, á gærdeginum einum. Þar má nefna Bill Gates, eiganda Microsoft, sem tapaði 3,2 milljörðum og Jeff Bezos, eiganda Amazon, sem tapaði 2,6 milljörðum dollara. Mexíkóinn Carlos Slim, sem var ríkasti maður heims árin 2010-2013, tapaði 1,6 milljörðum dollara og hefur ekki verið jafn fátækur síðan árið 2012. Tapið má að stærstum hluta rekja til óstöðugleika á mörkuðum í Asíu en verðbréfamarkaðir í Kína hafa verið í frjálsu falli undanfarna daga og vikur. Inn á vef Bloomberg er hægt að skoða hve miklu auðkýfingar heimsins hafa tapað eða grætt á síðustu dögum. Hægt er að flokka fólkið niður eftir kyni, aldri, iðnaði og hægt skoða gengi þeirra á mismunandi tímum. Smelltu hér til að skoða gagnvirka listann.
Tengdar fréttir Bill Gates kveður: Skrapp í þyrlu á Hornstrandir og flutti inn allan mat Ríkasti maður heims skrapp í þyrlu til Hornstranda þar sem hann freistaði þess að sjá refi. 28. júlí 2015 09:34 Seðlabanki Kína lækkar stýrivexti Þetta er fimmta stýrivaxtalækkunin frá því í nóvember. 25. ágúst 2015 11:14 Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína Miklar verðlækkanir hér á Íslandi. 24. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bill Gates kveður: Skrapp í þyrlu á Hornstrandir og flutti inn allan mat Ríkasti maður heims skrapp í þyrlu til Hornstranda þar sem hann freistaði þess að sjá refi. 28. júlí 2015 09:34
Seðlabanki Kína lækkar stýrivexti Þetta er fimmta stýrivaxtalækkunin frá því í nóvember. 25. ágúst 2015 11:14