Helga Einarsdóttir: Vantaði metnaðinn hjá öllum KR-ingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2015 17:00 Helga Einarsdóttir í leik með KR. Vísir/Vilhelm Helga Einarsdóttir, fráfarandi fyrirliði kvennaliðs KR í körfubolta, var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag en stjórn körfuknattleiksdeildar KR hefur ákveðið að draga kvennaliðið úr keppni í Dominos-deild kvenna á komandi tímabili. Það hefur gengið illa að manna meistaraflokkinn og margir leikmenn höfðu yfirgefið félagið þar á meðal fyrirliðinn Helga Einarsdóttir. Stjórn körfuknattleiksdeildar KR telur það þjóni hagsmunum liðsins betur að þær ungu stelpur sem eftir standa spili í 1. deildinni en ekki í Dominos-deildinni. Hjörtur spurði Helgu fyrstu um ástæðu þess að hún fór frá KR í sumar. „Þetta var í fyrsta lagi hrikalega erfið ákvörðun eins og hjá mörgum því það er erfitt að yfirgefa KR. Ég taldi þetta bara vera orðið gott eftir átta ár," segir Helga. „Það hafa orðið miklar mannabreytingar og þetta hefur verið erfitt síðustu ár. Ég fann það eftir sumarfríið að löngunin var ekki til staðar að vera í körfubolta á þessum forsendum," sagði Helga. En er Helga þá að tala um rótleysi og tíðar manna og þjálfarabreytingar? „Einbeitingin hefur ekki verið nógu mikið á körfubolta. Þetta hefur tekið á andlega. Mér fannst kominn tími á að breyta til," sagði Helga. Var enginn leið til að safna liði enn og aftur? „Ég tók þessa ákvörðun fyrir nokkrum vikum en mér finnst þetta vera sorgleg niðurstaða að draga liðið úr keppni. Vitandi um hvernig ástandið er þarna þá skil ég ákvörðun stjórnarinnar mjög vel," sagði Helga. „Miðað við hvernig staðan er þá er ég sammála þessari ákvörðun en það hefði getað heppnast ágætlega að sameina þetta við Val. Það varð ekki úr því og þá tel ég að þetta hafi verið besta niðurstaðan," sagði Helga. En á hverju strandaði það að Valur og KR yrðu með sameiginlegt lið? „Ég veit það ekki en ég hef heyrt sögur af því. Það er ekki mitt að fara með það sem ég heyrði," segir Helga. Kvennalið KR hefur verið eitt af stóru félögunum í kvennakörfunni og því kemur það mörgum á óvart hvernig komið er fyrir liðinu núna. „Það eru bara tvö ár síðan að kvennalið KR var í úrslitunum á móti Keflavík. Kannski hefur utanumhaldið ekki verið nógu gott eins og staðan sýnir í dag. Ég held að það sé ekkert hægt að fara í felur með það," sagði Helga. „Ég ætla alls ekki að kenna stjórninni um það. Það hefur verið erfitt að fá fólk til að starfa í kringum þetta og þá sérstaklega í kringum okkur stelpurnar. Það vantaði kannski metnaðinn hjá KR-ingum öllum að koma kvennastarfinu á toppinn, bæði í körfunni og í fótboltanum," sagði Helga. Það gengur mjög vel hjá karlaliðum KR í bæði fótbolta og körfubolta sem eru bæði að berjast um gullið í öllum keppnum ár eftir ár. Kvennafótboltinn og kvennakörfuboltinn sitja hinsvegar á hakanum. Er það ekki dæmigert fyrir það sem er að gerast í íþróttum á Íslandi í dag. „Mér finnst þetta bara sorglegt en það þarf að horfa raunsætt á stöðuna. Ég varð Íslandsmeistari í 2. flokki með Stjörnunni í fótbolta 2006 og þar var tekin sú ákvörðun að liðið yrði Íslandsmeistari í meistaraflokki eftir fimm ár. Ég held að það þurfi bara einhver slík vinna að fara gang í Vesturbænum, að byggja liðið upp og gera það markvisst," sagði Helga. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan. Dominos-deild kvenna Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Helga Einarsdóttir, fráfarandi fyrirliði kvennaliðs KR í körfubolta, var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag en stjórn körfuknattleiksdeildar KR hefur ákveðið að draga kvennaliðið úr keppni í Dominos-deild kvenna á komandi tímabili. Það hefur gengið illa að manna meistaraflokkinn og margir leikmenn höfðu yfirgefið félagið þar á meðal fyrirliðinn Helga Einarsdóttir. Stjórn körfuknattleiksdeildar KR telur það þjóni hagsmunum liðsins betur að þær ungu stelpur sem eftir standa spili í 1. deildinni en ekki í Dominos-deildinni. Hjörtur spurði Helgu fyrstu um ástæðu þess að hún fór frá KR í sumar. „Þetta var í fyrsta lagi hrikalega erfið ákvörðun eins og hjá mörgum því það er erfitt að yfirgefa KR. Ég taldi þetta bara vera orðið gott eftir átta ár," segir Helga. „Það hafa orðið miklar mannabreytingar og þetta hefur verið erfitt síðustu ár. Ég fann það eftir sumarfríið að löngunin var ekki til staðar að vera í körfubolta á þessum forsendum," sagði Helga. En er Helga þá að tala um rótleysi og tíðar manna og þjálfarabreytingar? „Einbeitingin hefur ekki verið nógu mikið á körfubolta. Þetta hefur tekið á andlega. Mér fannst kominn tími á að breyta til," sagði Helga. Var enginn leið til að safna liði enn og aftur? „Ég tók þessa ákvörðun fyrir nokkrum vikum en mér finnst þetta vera sorgleg niðurstaða að draga liðið úr keppni. Vitandi um hvernig ástandið er þarna þá skil ég ákvörðun stjórnarinnar mjög vel," sagði Helga. „Miðað við hvernig staðan er þá er ég sammála þessari ákvörðun en það hefði getað heppnast ágætlega að sameina þetta við Val. Það varð ekki úr því og þá tel ég að þetta hafi verið besta niðurstaðan," sagði Helga. En á hverju strandaði það að Valur og KR yrðu með sameiginlegt lið? „Ég veit það ekki en ég hef heyrt sögur af því. Það er ekki mitt að fara með það sem ég heyrði," segir Helga. Kvennalið KR hefur verið eitt af stóru félögunum í kvennakörfunni og því kemur það mörgum á óvart hvernig komið er fyrir liðinu núna. „Það eru bara tvö ár síðan að kvennalið KR var í úrslitunum á móti Keflavík. Kannski hefur utanumhaldið ekki verið nógu gott eins og staðan sýnir í dag. Ég held að það sé ekkert hægt að fara í felur með það," sagði Helga. „Ég ætla alls ekki að kenna stjórninni um það. Það hefur verið erfitt að fá fólk til að starfa í kringum þetta og þá sérstaklega í kringum okkur stelpurnar. Það vantaði kannski metnaðinn hjá KR-ingum öllum að koma kvennastarfinu á toppinn, bæði í körfunni og í fótboltanum," sagði Helga. Það gengur mjög vel hjá karlaliðum KR í bæði fótbolta og körfubolta sem eru bæði að berjast um gullið í öllum keppnum ár eftir ár. Kvennafótboltinn og kvennakörfuboltinn sitja hinsvegar á hakanum. Er það ekki dæmigert fyrir það sem er að gerast í íþróttum á Íslandi í dag. „Mér finnst þetta bara sorglegt en það þarf að horfa raunsætt á stöðuna. Ég varð Íslandsmeistari í 2. flokki með Stjörnunni í fótbolta 2006 og þar var tekin sú ákvörðun að liðið yrði Íslandsmeistari í meistaraflokki eftir fimm ár. Ég held að það þurfi bara einhver slík vinna að fara gang í Vesturbænum, að byggja liðið upp og gera það markvisst," sagði Helga. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira