Lögreglumaður fjárkúgar ökumann Finnur Thorlacius skrifar 26. ágúst 2015 10:05 Birt hefur verið myndband af bandarískum lögreglumanni í Philadelphia í Bandaríkjunum sem fjárkúgar ökumann bíls sem ekki var skráður. Hann hótar ökumanninum að draga bíl hans í burtu nema hann kaupi fjáröflunarmiða lögreglunnar. Ef hann kaupi þá muni hann sleppa honum við að draga bíl hans í burtu. Þessi fjáröflun lögreglunnar er til að styðja fjölskyldur lögreglumanna og slökkviliðsmanna sem fallið hafa við störf sín. Ökumaður bílsins náði þessum hótunum lögreglumannsins á myndband úr bílnum og birti þær á Facebook. Á því sést að ökumaðurinn kaupir 3 miða fyrir 30 dollara til að sleppa við að bíll hans verði dreginn í burtu. Að sögn lögreglunnar í Philadelphia hefur lögreglumaðurinn framið glæp með athæfi sínu og líklegt má telja að hann verði ekki lengi í starfi. Auk þess að fjárkúga ökumanninn gerir hann grín að honum þar sem á bíl hans eru bleikar rúðuþurrkur og ýir að því að hann sé samkynhneigður. Ökumaðurinn skýrir hinsvegar út fyrir lögreglumanninum að ástæðan fyrir bleiku rúðuþurrkunum sé sú að hann sé að heiðra ömmu sína sem er með brjóstakrabbamein. Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent
Birt hefur verið myndband af bandarískum lögreglumanni í Philadelphia í Bandaríkjunum sem fjárkúgar ökumann bíls sem ekki var skráður. Hann hótar ökumanninum að draga bíl hans í burtu nema hann kaupi fjáröflunarmiða lögreglunnar. Ef hann kaupi þá muni hann sleppa honum við að draga bíl hans í burtu. Þessi fjáröflun lögreglunnar er til að styðja fjölskyldur lögreglumanna og slökkviliðsmanna sem fallið hafa við störf sín. Ökumaður bílsins náði þessum hótunum lögreglumannsins á myndband úr bílnum og birti þær á Facebook. Á því sést að ökumaðurinn kaupir 3 miða fyrir 30 dollara til að sleppa við að bíll hans verði dreginn í burtu. Að sögn lögreglunnar í Philadelphia hefur lögreglumaðurinn framið glæp með athæfi sínu og líklegt má telja að hann verði ekki lengi í starfi. Auk þess að fjárkúga ökumanninn gerir hann grín að honum þar sem á bíl hans eru bleikar rúðuþurrkur og ýir að því að hann sé samkynhneigður. Ökumaðurinn skýrir hinsvegar út fyrir lögreglumanninum að ástæðan fyrir bleiku rúðuþurrkunum sé sú að hann sé að heiðra ömmu sína sem er með brjóstakrabbamein.
Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent