Kári: Möguleikinn á Meistaradeildinni heillaði Hjörtur Hjartarson skrifar 26. ágúst 2015 17:30 „Þetta var algjör snilld, að komast úr 2. deild í enska í Meistaradeildina á þremur árum,“ sagði Kári Árnason, leikmaður Malmö, sáttur í samtali við Hjört Hjartason í Akraborginni í dag. „Ég þurfti að komast í burt frá Rotherham og þegar þú ert kominn á þennan aldur er ekki mikið í boði. Ég var ekki beint að velja úr tilboðum og þetta var eitt af þessum spennandi tilboðum. Ég var orðinn þreyttur á starfsumhverfinu hjá Rotherham og herstjórninni þar.“ Kári viðurkenndi að það hefði verið smá bakslag að fara aftur til Svíþjóðar eftir að hafa verið á Englandi en möguleikinn á Meistaradeildinni heillaði. „Þetta er ekki í ensku deildinni en hér var möguleiki á að komast í Meistaradeildina og það heillaði vissulega. Heillaði að klára ferilinn og hafa spilað í deild þessarar bestu og það bætir upp fyrir að vera að spila í aðeins minna spennandi deild.“ Kári sagði að stemmingin á vellinum hjá Malmö væri frábær en heimavöllur liðsins hefur verið öflugur undanfarin ár. „Stemmingin er frábær á vellinum. Það eru villtir stuðningsmenn sem minna mann á þá ensku á áttunda áratugnum. Það er alltaf fullt á stórum leikjum,“ sagði Kári en hann sagði að stemmingin á Celtic Park hefði verið ólýsanleg. „Tilfinningin var ólýsanleg. Það eru til stærri vellir í heiminum en stemmingin þarna var frábær, 60.000 brjálaðir Skotar. Það sást á leik okkar strax í byrjun, þeir gátu gert út um einvígið á fyrstu mínútum leiksins en sem betur fer vöknuðum við til lífsins. Ég vildi helst fá Celtic í þessum drætti.“ Dregið verður í riðlakeppnina á morgun en Kári segist vera með blendnar tilfinningar hvort hann vilji fá þrjá stórleiki eða fá minni lið sem þeir eigi meiri möguleika gegn. „Maður vill auðvitað fá mótherja sem þú getur unnið allaveganna einn leikinn. Það er raunsætt að vilja forðast stærstu liðin en þetta eru allt sterk lið og við verðum alltaf ólíklegri aðilinn. Það væri ákveðið svekkelsi ef við fengjum ekkert stórlið en á sama tíma stórkostlegt ef við kæmumst áfram þar.“ Kári hefur verið fyrirliði í nokkrum leikjum hingað til en hann segir að það sé einn konungur í liðinu. „Ég var fyrirliði í fyrsta leiknum sem ég spilaði en það skýrir sig eflaust í því að þetta er ungt lið. Markus Rosenberg er konungurinn í bænum og í liðinu og ég held að því verði ekki haggað.“ Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Kári Árnason spilar í Meistaradeildinni í vetur Kári Árnason og félagar í sænska liðinu Malmö slógu skoska liðið Celtic út úr umspili Meistaradeildarinnar í fótbolta í kvöld. 25. ágúst 2015 09:42 Kári: Það besta sem ég hef upplifað Malmö tryggði sér í gær sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð eftir 2-0 sigur á Celtic í seinni leik liðanna í síðustu umferð forkeppninnar. 26. ágúst 2015 08:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira
„Þetta var algjör snilld, að komast úr 2. deild í enska í Meistaradeildina á þremur árum,“ sagði Kári Árnason, leikmaður Malmö, sáttur í samtali við Hjört Hjartason í Akraborginni í dag. „Ég þurfti að komast í burt frá Rotherham og þegar þú ert kominn á þennan aldur er ekki mikið í boði. Ég var ekki beint að velja úr tilboðum og þetta var eitt af þessum spennandi tilboðum. Ég var orðinn þreyttur á starfsumhverfinu hjá Rotherham og herstjórninni þar.“ Kári viðurkenndi að það hefði verið smá bakslag að fara aftur til Svíþjóðar eftir að hafa verið á Englandi en möguleikinn á Meistaradeildinni heillaði. „Þetta er ekki í ensku deildinni en hér var möguleiki á að komast í Meistaradeildina og það heillaði vissulega. Heillaði að klára ferilinn og hafa spilað í deild þessarar bestu og það bætir upp fyrir að vera að spila í aðeins minna spennandi deild.“ Kári sagði að stemmingin á vellinum hjá Malmö væri frábær en heimavöllur liðsins hefur verið öflugur undanfarin ár. „Stemmingin er frábær á vellinum. Það eru villtir stuðningsmenn sem minna mann á þá ensku á áttunda áratugnum. Það er alltaf fullt á stórum leikjum,“ sagði Kári en hann sagði að stemmingin á Celtic Park hefði verið ólýsanleg. „Tilfinningin var ólýsanleg. Það eru til stærri vellir í heiminum en stemmingin þarna var frábær, 60.000 brjálaðir Skotar. Það sást á leik okkar strax í byrjun, þeir gátu gert út um einvígið á fyrstu mínútum leiksins en sem betur fer vöknuðum við til lífsins. Ég vildi helst fá Celtic í þessum drætti.“ Dregið verður í riðlakeppnina á morgun en Kári segist vera með blendnar tilfinningar hvort hann vilji fá þrjá stórleiki eða fá minni lið sem þeir eigi meiri möguleika gegn. „Maður vill auðvitað fá mótherja sem þú getur unnið allaveganna einn leikinn. Það er raunsætt að vilja forðast stærstu liðin en þetta eru allt sterk lið og við verðum alltaf ólíklegri aðilinn. Það væri ákveðið svekkelsi ef við fengjum ekkert stórlið en á sama tíma stórkostlegt ef við kæmumst áfram þar.“ Kári hefur verið fyrirliði í nokkrum leikjum hingað til en hann segir að það sé einn konungur í liðinu. „Ég var fyrirliði í fyrsta leiknum sem ég spilaði en það skýrir sig eflaust í því að þetta er ungt lið. Markus Rosenberg er konungurinn í bænum og í liðinu og ég held að því verði ekki haggað.“
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Kári Árnason spilar í Meistaradeildinni í vetur Kári Árnason og félagar í sænska liðinu Malmö slógu skoska liðið Celtic út úr umspili Meistaradeildarinnar í fótbolta í kvöld. 25. ágúst 2015 09:42 Kári: Það besta sem ég hef upplifað Malmö tryggði sér í gær sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð eftir 2-0 sigur á Celtic í seinni leik liðanna í síðustu umferð forkeppninnar. 26. ágúst 2015 08:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira
Kári Árnason spilar í Meistaradeildinni í vetur Kári Árnason og félagar í sænska liðinu Malmö slógu skoska liðið Celtic út úr umspili Meistaradeildarinnar í fótbolta í kvöld. 25. ágúst 2015 09:42
Kári: Það besta sem ég hef upplifað Malmö tryggði sér í gær sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð eftir 2-0 sigur á Celtic í seinni leik liðanna í síðustu umferð forkeppninnar. 26. ágúst 2015 08:30