Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Birgir Olgeirsson skrifar 26. ágúst 2015 21:51 Shannon-flugvöllurinn á Írlandi. Vísir/Getty Hundrað fjörutíu og fimm Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél frá PrimeraAir á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag. Íslendingarnir voru á leið frá Tenerife á Kanaríeyjum til Keflavíkurflugvallar þegar ákveðið var að millilenda á Shannon-flugvelli til að taka eldsneyti. Ástæðan var sögð sú að ekki væri nóg eldsneyti á vélinni ef nýta þyrfti Akureyrarflugvöll sem varaflugvöll. Við millilendinguna á Írlandi var áhöfninni bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. Var henni því skipað að taka lágmarkshvíld og var farið í að útvega farþegunum hótelgistingu og er áætluð brottför til Íslands klukkan tvö að staðartíma á Írlandi á morgun. Torfi Geirmundsson, hársnyrtir úr Reykjavík, var einn þeirra sem var í flugvélinni. Þegar Vísir náði sambandi við hann höfðu farþegarnir beðið í vélinni í tvo tíma en fljótlega eftir símtalið var þeim hleypt inn á flugvöllinn og voru á leið upp á hótel þegar þetta er skrifað. Um var að ræða leiguflug á vegum Plúsferða og Úrval Útsýn en Torfi segir farþegana hafa fengið litlar upplýsingar á meðan beðið var í vélinni. „Við reyndum að tala við fólkið sem var þarna og sögðu þetta ekki ganga svona, það væru börn í vélinni og þetta væri ekki viðunandi staða,“ segir Torfi en farþegunum var að lokum boðið upp á vatn til að auðvelda biðina.Uppfært klukkan 23:35: Í upphaflegu útgáfunni á fréttinni kom fram að biðin í vélinni hefði tekið fjóra tíma en aðrir farþegar segja hana hafa verið nær tveimur tímum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hálft tonn af farangri skilið eftir: „Það er enginn að leika sér að þessu“ Farþegar í flugi Flugfélags Íslands frá Nuuk á Grænlandi til Íslands í gær voru afar ósáttir. 25. ágúst 2015 13:15 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Hundrað fjörutíu og fimm Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél frá PrimeraAir á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag. Íslendingarnir voru á leið frá Tenerife á Kanaríeyjum til Keflavíkurflugvallar þegar ákveðið var að millilenda á Shannon-flugvelli til að taka eldsneyti. Ástæðan var sögð sú að ekki væri nóg eldsneyti á vélinni ef nýta þyrfti Akureyrarflugvöll sem varaflugvöll. Við millilendinguna á Írlandi var áhöfninni bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. Var henni því skipað að taka lágmarkshvíld og var farið í að útvega farþegunum hótelgistingu og er áætluð brottför til Íslands klukkan tvö að staðartíma á Írlandi á morgun. Torfi Geirmundsson, hársnyrtir úr Reykjavík, var einn þeirra sem var í flugvélinni. Þegar Vísir náði sambandi við hann höfðu farþegarnir beðið í vélinni í tvo tíma en fljótlega eftir símtalið var þeim hleypt inn á flugvöllinn og voru á leið upp á hótel þegar þetta er skrifað. Um var að ræða leiguflug á vegum Plúsferða og Úrval Útsýn en Torfi segir farþegana hafa fengið litlar upplýsingar á meðan beðið var í vélinni. „Við reyndum að tala við fólkið sem var þarna og sögðu þetta ekki ganga svona, það væru börn í vélinni og þetta væri ekki viðunandi staða,“ segir Torfi en farþegunum var að lokum boðið upp á vatn til að auðvelda biðina.Uppfært klukkan 23:35: Í upphaflegu útgáfunni á fréttinni kom fram að biðin í vélinni hefði tekið fjóra tíma en aðrir farþegar segja hana hafa verið nær tveimur tímum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hálft tonn af farangri skilið eftir: „Það er enginn að leika sér að þessu“ Farþegar í flugi Flugfélags Íslands frá Nuuk á Grænlandi til Íslands í gær voru afar ósáttir. 25. ágúst 2015 13:15 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Hálft tonn af farangri skilið eftir: „Það er enginn að leika sér að þessu“ Farþegar í flugi Flugfélags Íslands frá Nuuk á Grænlandi til Íslands í gær voru afar ósáttir. 25. ágúst 2015 13:15