Erlent

Óttast að yfir 200 hafi dáið á Miðjarðarhafi í gær

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tveimur bátum á leið frá Líbíu hvolfi í gær. Mynd úr safni.
Tveimur bátum á leið frá Líbíu hvolfi í gær. Mynd úr safni. Vísir/AFP
Óttast er að yfir 200 séu dánir eftir að tveimur bátum sem fluttu flóttamenn frá líbísku borginni  Zuwara  hvolfdi á  Miðjarðarhafinu í gær . Talið er að um 450 manns hafi verið  um borð  í bátunum. 



Fyrri báturinn sendi út neyðarmerki snemma í gær en síðar um daginn sökk hinn báturinn. 



Strandgæslan í Líbíu er sögð hafa bjargað um 200 manns úr sjónum. Áætlað er að um 2.400 flóttamenn hafi dáið á leiðinni yfir Miðjarðarhafið til Evrópu, það sem af er ári, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×