Fjögur börn meðal hinna látnu guðsteinn bjarnason skrifar 29. ágúst 2015 07:00 Lík flóttafólksins, sem fannst í yfirgefinni flutningabifreið í Austurríki, flutt inn á rannsóknarstofu í Vínarborg þar sem reynt verður að varpa frekara ljósi á það sem gerðist. Nordicphotos/AFP Fjórir menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn austurrísku lögreglunnar á láti 71 flóttamanns. Lík þeirra fundust í yfirgefinni flutningabifreið í vegarkanti á fimmtudag. Einn hinna handteknu mun vera eigandi bílsins. Meðal hinna látnu voru fjögur börn, þar af þrír drengir á aldrinum 8 til 10 ára og ein stúlka á öðru ári. Svo virðist sem fólkið hafi kafnað og talið er að það sé frá Sýrlandi, þar sem sýrlensk skilríki fundust í bílnum. Þá virðist sem fólkið hafi reynt að rjúfa gat á bifreiðina til þess að komast út. Bifreiðin er talin hafa staðið í að minnsta kosti sólarhring hreyfingarlaus í vegarkantinum áður en farið var að kanna málið. Þúsundir flóttamanna frá Sýrlandi, Erítreu og fleiri löndum í Mið-Austurlöndum og norðanverðri Afríku hafa látið lífið við tilraunir til að komast til Evrópulanda, í von um að fá þar hæli. Langflestir þeirra hafa drukknað í Miðjarðarhafi og síðast í gær fundust allt að 200 lík út af ströndum Líbíu. Fólkið hafði verið í um borð í troðfullum bát sem hvolfdi. Talið er að um 400 manns hafi verið í bátnum. Rúmlega helmingi þeirra tókst að bjarga, en um 40 lík fundust inni í bátnum og allt að 160 lík fundust á floti í hafinu þar í kring. Svo virðist sem sumir hafi verið innilokaðir í lest bátsins þegar honum hvolfdi. Þá fundust á miðvikudag 52 lík neðanþilja í skipi, sem sænska strandgæslan fann út af Líbíuströnd. Alls voru um 500 manns á því skipi og tókst að bjarga meira en 450 manns. Flóttamannastraumurinn til Evrópu er meiri nú en nokkru sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Vitað er um 107.500 flóttamenn sem fóru yfir landamærin til Evrópuríkja í síðasta mánuði. Í Makedóníu er búist við að næstu mánuðina muni um þrjú þúsund manns koma yfir landamærin frá Grikklandi daglega. Evrópusambandsríki hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast seint og illa við þessari þróun. Andstaða íbúa við flóttafólk hefur magnast jafnt og þétt víða í löndum Evrópu. Nú í vikunni hafa verið gerðar árásir á flóttamannabúðir nánast daglega í Þýskalandi. Flóttamenn Grikkland Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Fjórir menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn austurrísku lögreglunnar á láti 71 flóttamanns. Lík þeirra fundust í yfirgefinni flutningabifreið í vegarkanti á fimmtudag. Einn hinna handteknu mun vera eigandi bílsins. Meðal hinna látnu voru fjögur börn, þar af þrír drengir á aldrinum 8 til 10 ára og ein stúlka á öðru ári. Svo virðist sem fólkið hafi kafnað og talið er að það sé frá Sýrlandi, þar sem sýrlensk skilríki fundust í bílnum. Þá virðist sem fólkið hafi reynt að rjúfa gat á bifreiðina til þess að komast út. Bifreiðin er talin hafa staðið í að minnsta kosti sólarhring hreyfingarlaus í vegarkantinum áður en farið var að kanna málið. Þúsundir flóttamanna frá Sýrlandi, Erítreu og fleiri löndum í Mið-Austurlöndum og norðanverðri Afríku hafa látið lífið við tilraunir til að komast til Evrópulanda, í von um að fá þar hæli. Langflestir þeirra hafa drukknað í Miðjarðarhafi og síðast í gær fundust allt að 200 lík út af ströndum Líbíu. Fólkið hafði verið í um borð í troðfullum bát sem hvolfdi. Talið er að um 400 manns hafi verið í bátnum. Rúmlega helmingi þeirra tókst að bjarga, en um 40 lík fundust inni í bátnum og allt að 160 lík fundust á floti í hafinu þar í kring. Svo virðist sem sumir hafi verið innilokaðir í lest bátsins þegar honum hvolfdi. Þá fundust á miðvikudag 52 lík neðanþilja í skipi, sem sænska strandgæslan fann út af Líbíuströnd. Alls voru um 500 manns á því skipi og tókst að bjarga meira en 450 manns. Flóttamannastraumurinn til Evrópu er meiri nú en nokkru sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Vitað er um 107.500 flóttamenn sem fóru yfir landamærin til Evrópuríkja í síðasta mánuði. Í Makedóníu er búist við að næstu mánuðina muni um þrjú þúsund manns koma yfir landamærin frá Grikklandi daglega. Evrópusambandsríki hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast seint og illa við þessari þróun. Andstaða íbúa við flóttafólk hefur magnast jafnt og þétt víða í löndum Evrópu. Nú í vikunni hafa verið gerðar árásir á flóttamannabúðir nánast daglega í Þýskalandi.
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira