Viðar Örn: „Við förum til Hollands til að ná í þrjú stig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. ágúst 2015 19:00 Viðar Örn leikur knattspyrnu í Kina. vísir/getty „Ég er orðinn vel vanur flugum og flýg alveg einu sinni til tvisvar í viku þarna út í Kína,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Jiangsu Guoxin-Sainty og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, en hann var gestur í þættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. Hann tók nokkur flug til að koma sér til Íslands frá Kína og þá til að að koma til móts við íslenska landsliðið í knattspyrnu sem mætir því hollenska á fimmtudaginn í Amsterdam. „Þetta er mjög fínt en auðvitað nokkuð sérstakt. Veðrið, fólkið og maturinn er allt annað en maður er vanur. Æfingarnar taka svona þrjá til fjóra tíma af deginum og síðan er maður bara mikið að slaka á, horfa á þætti og kíki annað slagið og skoðar menninguna. Þetta er risa stór borg,“ segir viðar en lið hans er staðsett í kínversku borginni Nanjing og þar búa yfir átta milljónir. „Það kemur alveg fyrir að maður er stoppaður út á götu og fólk þekkir mann, kannski meira í hverfinu sem ég bý í,“ segir Viðar sem er ekki enn kominn með bílpróf. „Það er aðeins minna vesen en ég hélt að taka prófið, fyrst hélt ég að maður þyrfti að kunna kínversku en það er víst hægt að komast í gegnum þetta próf með smá vinnu,“ segir Viðar sem er ávallt sóttur á æfingar og hefur hann sinn eigin bílstjóra. „Það er helvíti þægilegt og enginn ástæða til að hætta því.“ Lið Viðars er nú í 8. sæti kínversku úrvalsdeildarinnar með 32 stig eftir 24 umferðir. „Þetta er töluvert undir markmiðum okkar og liðið á að vera ofar í töflunni. Það eru yfirleitt fimm útlendingar í hverju liði en það mega bara þrír spila inn á vellinum í einu. Kínverjar eru á mikilli uppleið í boltanum og þeir eru bara mjög seigir. Það eru fáar stórstjörnur í deildinni en leikmennirnir eru mjög klókir og með góða tækni.“Vantar upp á leikskilning Hann segir að það vanti kannski aðeins upp á leikskilning hjá leikmönnum liðanna. „Ég fékk mikið fleiri færi í Noregi og ég er ekki að fá eins góða aðstoð frá leikmönnunum í mínu liði núna, auðvitað liggur þetta einnig eitthvað hjá mér,“ segir Viðar sem hefur skorað átta mörk í deildinni í Kína og þrjú í bikarkeppninni. „Stundum skorar maður ekki eins mikið og maður vill en maður verður bara að halda áfram og leggja sig fram. Ég er klárlega búinn að taka skref framá við sem leikmaður með því að skipta um lið. Það var auðvitað allt inni hjá mér í fyrra og sjálfstraustið vissulega aðeins meira þegar kemur að markaskori en mér finnst ég hafa spilað betur í deildinni í Kína en ég gerði í Noregi, ég bara skoraði meira í Noregi.“ Viðar líður vel í Kína, svona fyrir utan fjörutíu stiga hitann sem er þar. „Ég kem til með að koma til Evrópu aftur, bara spurning hvort það verði á næstu ári eða þarnæsta. Ég bara gat ekki sagt nei við þessum tilboði frá Kína, það var of gott. En það væri alveg gaman að fá að spila í stórri deild í Evrópu.“ Viðar er í landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Hollendingum og Kasökum. „Maður kemur alltaf inn í hópinn með það að markmiði að spila leikina og því leggur maður sig alltaf hundrað prósent fram. En þetta verkefni er gríðarlega spennandi og skemmtilegt. Við erum með sjálfstraustið alveg í botni og vonandi náum við flottum úrslitum og ég hugsa að draumur allra Íslendinga er að komast á stórmót á næsta ári. Við förum til Hollands til að ná í þrjú stig.“ Hlusta má á viðtalið hér að neðan en það hefst eftir 1:31:00. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Í beinni: Fiorentina - Juventus | Gerir Albert gömlu konunni grikk? Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Sjá meira
„Ég er orðinn vel vanur flugum og flýg alveg einu sinni til tvisvar í viku þarna út í Kína,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Jiangsu Guoxin-Sainty og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, en hann var gestur í þættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. Hann tók nokkur flug til að koma sér til Íslands frá Kína og þá til að að koma til móts við íslenska landsliðið í knattspyrnu sem mætir því hollenska á fimmtudaginn í Amsterdam. „Þetta er mjög fínt en auðvitað nokkuð sérstakt. Veðrið, fólkið og maturinn er allt annað en maður er vanur. Æfingarnar taka svona þrjá til fjóra tíma af deginum og síðan er maður bara mikið að slaka á, horfa á þætti og kíki annað slagið og skoðar menninguna. Þetta er risa stór borg,“ segir viðar en lið hans er staðsett í kínversku borginni Nanjing og þar búa yfir átta milljónir. „Það kemur alveg fyrir að maður er stoppaður út á götu og fólk þekkir mann, kannski meira í hverfinu sem ég bý í,“ segir Viðar sem er ekki enn kominn með bílpróf. „Það er aðeins minna vesen en ég hélt að taka prófið, fyrst hélt ég að maður þyrfti að kunna kínversku en það er víst hægt að komast í gegnum þetta próf með smá vinnu,“ segir Viðar sem er ávallt sóttur á æfingar og hefur hann sinn eigin bílstjóra. „Það er helvíti þægilegt og enginn ástæða til að hætta því.“ Lið Viðars er nú í 8. sæti kínversku úrvalsdeildarinnar með 32 stig eftir 24 umferðir. „Þetta er töluvert undir markmiðum okkar og liðið á að vera ofar í töflunni. Það eru yfirleitt fimm útlendingar í hverju liði en það mega bara þrír spila inn á vellinum í einu. Kínverjar eru á mikilli uppleið í boltanum og þeir eru bara mjög seigir. Það eru fáar stórstjörnur í deildinni en leikmennirnir eru mjög klókir og með góða tækni.“Vantar upp á leikskilning Hann segir að það vanti kannski aðeins upp á leikskilning hjá leikmönnum liðanna. „Ég fékk mikið fleiri færi í Noregi og ég er ekki að fá eins góða aðstoð frá leikmönnunum í mínu liði núna, auðvitað liggur þetta einnig eitthvað hjá mér,“ segir Viðar sem hefur skorað átta mörk í deildinni í Kína og þrjú í bikarkeppninni. „Stundum skorar maður ekki eins mikið og maður vill en maður verður bara að halda áfram og leggja sig fram. Ég er klárlega búinn að taka skref framá við sem leikmaður með því að skipta um lið. Það var auðvitað allt inni hjá mér í fyrra og sjálfstraustið vissulega aðeins meira þegar kemur að markaskori en mér finnst ég hafa spilað betur í deildinni í Kína en ég gerði í Noregi, ég bara skoraði meira í Noregi.“ Viðar líður vel í Kína, svona fyrir utan fjörutíu stiga hitann sem er þar. „Ég kem til með að koma til Evrópu aftur, bara spurning hvort það verði á næstu ári eða þarnæsta. Ég bara gat ekki sagt nei við þessum tilboði frá Kína, það var of gott. En það væri alveg gaman að fá að spila í stórri deild í Evrópu.“ Viðar er í landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Hollendingum og Kasökum. „Maður kemur alltaf inn í hópinn með það að markmiði að spila leikina og því leggur maður sig alltaf hundrað prósent fram. En þetta verkefni er gríðarlega spennandi og skemmtilegt. Við erum með sjálfstraustið alveg í botni og vonandi náum við flottum úrslitum og ég hugsa að draumur allra Íslendinga er að komast á stórmót á næsta ári. Við förum til Hollands til að ná í þrjú stig.“ Hlusta má á viðtalið hér að neðan en það hefst eftir 1:31:00.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Í beinni: Fiorentina - Juventus | Gerir Albert gömlu konunni grikk? Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Sjá meira