Með alvarlega áverka eftir flugslysið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2015 10:39 Arngrímur Jóhansson er einn þekktasti ef ekki þekktasti flugmaður Íslands. Arngrímur Jóhannsson, þaulreyndi flugmaðurinn sem komst lífs af í flugslysi í Hörgárdal í gær, er með alvarlega áverka á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík. Þetta staðfestir læknir á gjörgæsludeild við RÚV í morgun. Kanadískur maður lést í slysinu í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. Neyðarástandi var lýst yfir klukkan 17 en vélin fannst klukkan 20:29. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sem barst fjölmiðlum um tíuleytið í morgun kemur fram að sjóflugvélin hafi verið af gerðinni Beaver og með kallmerkið N610LC. Flugvélin lagði af stað frá Akureyri klukkan 14 en áætluð lending var í Keflavík klukkan 16:20. Þegar flugvélin skilaði sér ekki þangað var farið að svipast um eftir henni. Um klukkan 17, þegar eftirgrennslan hafði engum árangri skilað, var lýst yfir neyðarástandi og lét Landhelgisgæslan, sem fer með yfirstjórn vegna leitar að loftförum, ræsa út samhæfingarstöð í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð og kalla út björgunareiningar. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru þegar kallaðar út ásamt björgunarsveitum og lögreglu á Norður- og Vesturlandi. Þyrlur Landhelgisgæslunnar flugu líklegustu flugleið vélarinnar. Þá leitaði einkaflugvél líklegustu flugleiðir upp úr Eyjafirði.Vélin var á Siglufirði um Verslunarmannahelgina.Annar látinn en hinn nokkuð slasaður Þegar var hafist handa við að þrengja leitarsvæðið og var haft samband við fjölda bæja á líklegum flugleiðum til að afla upplýsinga um flugumferð dagsins. Það leiddi til þess að hægt var að þrengja leitarsvæðið niður á sunnanverðan Tröllaskaga. Þá var notaður GSM leitarbúnaður til að finna GSM síma áhafnar flugvélarinnar. Kl. 20:29 fann TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal. Stýrimaður og læknir þyrlunnar sigu niður að flaki vélarinnar. Var annar flugmannanna látinn en Arngrímur nokkuð slasaður þegar að var komið. Búið var um Arngrím og hann hífður upp í þyrluna sem flaug með hann til Akureyrar. Þaðan var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Rannsóknarnefnd flugslysa vinnur nú að rannsókn slyssins en þyrlur Landhelgisgæslunnar munu aðstoða rannsóknarnefndina og lögreglu við að komast á staðinn og flytja flak flugvélarinnar til byggða. Landhelgisgæslan vill koma á framfæri þakklæti til lögreglu, björgunarsveita og annarra er aðstoðuðu við leitina. Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Flugslysið í Barkárdal: Annar mannanna látinn Hinn var fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Akureyrar og þaðan fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. 9. ágúst 2015 22:37 Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Flugvélin fannst í dal inn af Hörgárdal Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst síðdegis vegna eins hreyfis vélar sem hafði ekki skilað sér. Í henni voru tveir menn. 9. ágúst 2015 21:11 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Leit hafin að lítilli flugvél Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst klukkan 17:06 vegna lítillar flugvélar sem hafði ekki skilað sér. Tveir menn voru í vélinni. 9. ágúst 2015 18:36 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Arngrímur Jóhannsson, þaulreyndi flugmaðurinn sem komst lífs af í flugslysi í Hörgárdal í gær, er með alvarlega áverka á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík. Þetta staðfestir læknir á gjörgæsludeild við RÚV í morgun. Kanadískur maður lést í slysinu í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. Neyðarástandi var lýst yfir klukkan 17 en vélin fannst klukkan 20:29. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sem barst fjölmiðlum um tíuleytið í morgun kemur fram að sjóflugvélin hafi verið af gerðinni Beaver og með kallmerkið N610LC. Flugvélin lagði af stað frá Akureyri klukkan 14 en áætluð lending var í Keflavík klukkan 16:20. Þegar flugvélin skilaði sér ekki þangað var farið að svipast um eftir henni. Um klukkan 17, þegar eftirgrennslan hafði engum árangri skilað, var lýst yfir neyðarástandi og lét Landhelgisgæslan, sem fer með yfirstjórn vegna leitar að loftförum, ræsa út samhæfingarstöð í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð og kalla út björgunareiningar. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru þegar kallaðar út ásamt björgunarsveitum og lögreglu á Norður- og Vesturlandi. Þyrlur Landhelgisgæslunnar flugu líklegustu flugleið vélarinnar. Þá leitaði einkaflugvél líklegustu flugleiðir upp úr Eyjafirði.Vélin var á Siglufirði um Verslunarmannahelgina.Annar látinn en hinn nokkuð slasaður Þegar var hafist handa við að þrengja leitarsvæðið og var haft samband við fjölda bæja á líklegum flugleiðum til að afla upplýsinga um flugumferð dagsins. Það leiddi til þess að hægt var að þrengja leitarsvæðið niður á sunnanverðan Tröllaskaga. Þá var notaður GSM leitarbúnaður til að finna GSM síma áhafnar flugvélarinnar. Kl. 20:29 fann TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal. Stýrimaður og læknir þyrlunnar sigu niður að flaki vélarinnar. Var annar flugmannanna látinn en Arngrímur nokkuð slasaður þegar að var komið. Búið var um Arngrím og hann hífður upp í þyrluna sem flaug með hann til Akureyrar. Þaðan var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Rannsóknarnefnd flugslysa vinnur nú að rannsókn slyssins en þyrlur Landhelgisgæslunnar munu aðstoða rannsóknarnefndina og lögreglu við að komast á staðinn og flytja flak flugvélarinnar til byggða. Landhelgisgæslan vill koma á framfæri þakklæti til lögreglu, björgunarsveita og annarra er aðstoðuðu við leitina.
Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Flugslysið í Barkárdal: Annar mannanna látinn Hinn var fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Akureyrar og þaðan fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. 9. ágúst 2015 22:37 Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Flugvélin fannst í dal inn af Hörgárdal Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst síðdegis vegna eins hreyfis vélar sem hafði ekki skilað sér. Í henni voru tveir menn. 9. ágúst 2015 21:11 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Leit hafin að lítilli flugvél Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst klukkan 17:06 vegna lítillar flugvélar sem hafði ekki skilað sér. Tveir menn voru í vélinni. 9. ágúst 2015 18:36 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Flugslysið í Barkárdal: Annar mannanna látinn Hinn var fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Akureyrar og þaðan fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. 9. ágúst 2015 22:37
Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18
Flugvélin fannst í dal inn af Hörgárdal Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst síðdegis vegna eins hreyfis vélar sem hafði ekki skilað sér. Í henni voru tveir menn. 9. ágúst 2015 21:11
Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00
Leit hafin að lítilli flugvél Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst klukkan 17:06 vegna lítillar flugvélar sem hafði ekki skilað sér. Tveir menn voru í vélinni. 9. ágúst 2015 18:36