Metsala Subaru WRX og STI í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2015 11:00 Subaru WRX STI er nú feykilega eftirsóttur í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði óku 3.716 nýir og kátir eigendur Subaru Impreza WRX og STI bíla frá söluumboðum Subaru í Bandaríkjunum. Var þetta 85% meiri sala en í júlí í fyrra. Fjöldi seldra bíla er svo sem ekki sláandi ef borið er saman við 15.811 Subaru Forester bíla sem seldust á sama tíma og 50.157 heildarsölu Subaru í mánuðinum. Hafa verður þó í huga að sala „hot hatch“-bíla er alla jafna ekki svo mikil, en þar fara gríðaröflugir sportbílar af minni gerðinni sem kosta mun meira en grunngerðir bílanna. Sem dæmi má nefna að Volkswagen seldi 1.780 Golf GTI bíla og 132 Golf R bíla í júlí í Bandaríkjunum. Þessir tveir kraftabílar Subaru voru aðeins með 4,4% af heildarsölu Subaru í Bandaríkjunum í fyrra í júlí en sú tala var 7,4% í ár. Subaru WRX og STI voru þó ekki einu sportbílarnir sem Subaru seldi þar vestra í síðasta mánuði þar sem Subaru seldi einnig 1.583 Subaru BRZ og systurbíll hans, sem Toyota selur undir merkjum Scion með undirstafina FR-S, seldist á sama tíma í 1.058 eintökum. Sá bíll er seldur sem Toyota GT-86 hérlendis. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent
Í síðasta mánuði óku 3.716 nýir og kátir eigendur Subaru Impreza WRX og STI bíla frá söluumboðum Subaru í Bandaríkjunum. Var þetta 85% meiri sala en í júlí í fyrra. Fjöldi seldra bíla er svo sem ekki sláandi ef borið er saman við 15.811 Subaru Forester bíla sem seldust á sama tíma og 50.157 heildarsölu Subaru í mánuðinum. Hafa verður þó í huga að sala „hot hatch“-bíla er alla jafna ekki svo mikil, en þar fara gríðaröflugir sportbílar af minni gerðinni sem kosta mun meira en grunngerðir bílanna. Sem dæmi má nefna að Volkswagen seldi 1.780 Golf GTI bíla og 132 Golf R bíla í júlí í Bandaríkjunum. Þessir tveir kraftabílar Subaru voru aðeins með 4,4% af heildarsölu Subaru í Bandaríkjunum í fyrra í júlí en sú tala var 7,4% í ár. Subaru WRX og STI voru þó ekki einu sportbílarnir sem Subaru seldi þar vestra í síðasta mánuði þar sem Subaru seldi einnig 1.583 Subaru BRZ og systurbíll hans, sem Toyota selur undir merkjum Scion með undirstafina FR-S, seldist á sama tíma í 1.058 eintökum. Sá bíll er seldur sem Toyota GT-86 hérlendis.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent