Breska ofurfyrirsætan og leikkonan Cara Delevingne fagnar 23 ára afmæli sínu í dag.
Þrátt fyrir ungan aldur á hún að baki glæsilegan feril sem fyrirsæta. Hún hefur gengið tískupallana fyrir Chanel, setið fyrir í auglýsingum fyrir Burberry og YSL en hún hefur nú sett fyrirsætuferilinn á ís, og snúið sér alfarið að leiklistinni.
Í fyrra var hún á lista yfir hæst launuðustu fyrirsætur heims af People.
Cara var uppgötvuð 17 ára gömul af stofnanda Storm fyrirsætuskrifstofunnar, Sarah Doukas, en það var hún sem kom ofurfyrirsætunni Kate Moss á kortið á sínum tíma.
Í tilefni dagsins tók Glamour saman nokkrar skemmtilegar myndir af ferlinum hennar.
Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.
Haukar
Galychanka Lviv