Viðskipti erlent

Hagvöxtur í Grikklandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alexander Tsipras hefur staðið í ströngu undanfarið vegna bágrar stöðu efnahagslífsins.
Alexander Tsipras hefur staðið í ströngu undanfarið vegna bágrar stöðu efnahagslífsins. NordicPhotos/Vísir
0,8 prósent hagvöxtur varð í Grikklandi á öðrum fjórðungi ársins, þvert á spar flestra. Á sama tíma var bráðabirgðatölum fyrir fyrsta fjórðung breytt. Samkvæmt frétt BBC er nú gert ráð fyrir að 0 prósent vöxtur hafi verið á tímabilinu en áður var gert ráð fyrir að það hafi verið 0,2 prósent samdráttur.

Þegar alheimskreppan skall á flestum vestrænum ríkjum á árunum 2007 og 2008 varð sex ára samdráttarskeið í Grikklandi. Svo varð hagvöxtur í fyrra en þá tók hagkerfið aftur að dragast saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×