Honda S660 roadster uppseldur í Japan Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2015 13:55 Honda S660 roadster. Í Japan eru framleiddir margar gerðir bíla sem aðeins eru ætlaðar heimamarkaði. Einn þeirra er þessi Honda S660 roadster bíll og aðeins verða framleidd 8.600 eintök af honum í ár og þau eru öll uppseld. Honda kynnti fyrst þennan bíl á bílasýningunni í Tókíó fyrir tveimur árum. Honda S660 er svokallaður kei-car, en það kalla Japanir gjarna afar smávaxna bíla sína. Hann minnir um margt á S2000 og S500 bíla Honda, en er með agnarsmáa 660cc þriggja strokka vél, 63 hestafla, afturdrif, 6 gíra beinskiptingu og vegur aðeins 830 kíló. Hljómar mjög spennandi. Hann er einkar ódýr bíll og á að höfða til yngri kynslóðarinnar í Japan. Það hefur hann sannarlega gert, en að auki höfðar hann ekki síður til þeirra eldri og hafa 80% af heildarsölu bílsins verið keyptir af 40 ára og eldri og þá í flestum tilvikum sem annar bíll heimilisins. Það er vonandi að Honda sjái tækifæri í að flytja þennan sportlega og smáa bíl einnig til annarra landa á næstu árum. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður
Í Japan eru framleiddir margar gerðir bíla sem aðeins eru ætlaðar heimamarkaði. Einn þeirra er þessi Honda S660 roadster bíll og aðeins verða framleidd 8.600 eintök af honum í ár og þau eru öll uppseld. Honda kynnti fyrst þennan bíl á bílasýningunni í Tókíó fyrir tveimur árum. Honda S660 er svokallaður kei-car, en það kalla Japanir gjarna afar smávaxna bíla sína. Hann minnir um margt á S2000 og S500 bíla Honda, en er með agnarsmáa 660cc þriggja strokka vél, 63 hestafla, afturdrif, 6 gíra beinskiptingu og vegur aðeins 830 kíló. Hljómar mjög spennandi. Hann er einkar ódýr bíll og á að höfða til yngri kynslóðarinnar í Japan. Það hefur hann sannarlega gert, en að auki höfðar hann ekki síður til þeirra eldri og hafa 80% af heildarsölu bílsins verið keyptir af 40 ára og eldri og þá í flestum tilvikum sem annar bíll heimilisins. Það er vonandi að Honda sjái tækifæri í að flytja þennan sportlega og smáa bíl einnig til annarra landa á næstu árum.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður