Honda S660 roadster uppseldur í Japan Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2015 13:55 Honda S660 roadster. Í Japan eru framleiddir margar gerðir bíla sem aðeins eru ætlaðar heimamarkaði. Einn þeirra er þessi Honda S660 roadster bíll og aðeins verða framleidd 8.600 eintök af honum í ár og þau eru öll uppseld. Honda kynnti fyrst þennan bíl á bílasýningunni í Tókíó fyrir tveimur árum. Honda S660 er svokallaður kei-car, en það kalla Japanir gjarna afar smávaxna bíla sína. Hann minnir um margt á S2000 og S500 bíla Honda, en er með agnarsmáa 660cc þriggja strokka vél, 63 hestafla, afturdrif, 6 gíra beinskiptingu og vegur aðeins 830 kíló. Hljómar mjög spennandi. Hann er einkar ódýr bíll og á að höfða til yngri kynslóðarinnar í Japan. Það hefur hann sannarlega gert, en að auki höfðar hann ekki síður til þeirra eldri og hafa 80% af heildarsölu bílsins verið keyptir af 40 ára og eldri og þá í flestum tilvikum sem annar bíll heimilisins. Það er vonandi að Honda sjái tækifæri í að flytja þennan sportlega og smáa bíl einnig til annarra landa á næstu árum. Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent
Í Japan eru framleiddir margar gerðir bíla sem aðeins eru ætlaðar heimamarkaði. Einn þeirra er þessi Honda S660 roadster bíll og aðeins verða framleidd 8.600 eintök af honum í ár og þau eru öll uppseld. Honda kynnti fyrst þennan bíl á bílasýningunni í Tókíó fyrir tveimur árum. Honda S660 er svokallaður kei-car, en það kalla Japanir gjarna afar smávaxna bíla sína. Hann minnir um margt á S2000 og S500 bíla Honda, en er með agnarsmáa 660cc þriggja strokka vél, 63 hestafla, afturdrif, 6 gíra beinskiptingu og vegur aðeins 830 kíló. Hljómar mjög spennandi. Hann er einkar ódýr bíll og á að höfða til yngri kynslóðarinnar í Japan. Það hefur hann sannarlega gert, en að auki höfðar hann ekki síður til þeirra eldri og hafa 80% af heildarsölu bílsins verið keyptir af 40 ára og eldri og þá í flestum tilvikum sem annar bíll heimilisins. Það er vonandi að Honda sjái tækifæri í að flytja þennan sportlega og smáa bíl einnig til annarra landa á næstu árum.
Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent