Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hafa samþykkt að veita Grikklandi þriðju neyðaraðstoðina á fimm árum. Jean-Claude Juncker segir skilaboð samkomulagsins vera hátt og skýrt. Grikkir munu áfram vera í evrusamstarfinu.
Samkvæmt samkomulaginu þurfa Grikkir að hækka skatta og draga úr kostnaði ríkisins. Grikkir munu fá ný lán að allt að 86 milljarða evra (12,6 þúsund milljarðar króna) á næstu þremur árum.
Samkvæmt BBC hefur Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, þó þurft að gjalda fyrir samkomulagið. Hann hefur þurft að takast á við uppreisn innan flokks síns, Syriza. Rúmlega 40 þingmenn flokksins kusu gegn honum í dag, þegar tekist var á um samkomulagið í þinginu í Grikklandi.
Talið er líklegt að hann muni sækjast eftir trausti þingsins í atkvæðagreiðslu í næstu viku.
Jeroen Dijsselbloem, formaður evrusamstarfsins, sagði í dag að þetta væri niðurstaða mikillar vinnu og ef neyðaráætluninni yrði fylgt eftir muni hagkerfi Grikkja rétta úr kútnum.
Ráðherrar samþykkja þriðju neyðaraðstoð Grikkja

Tengdar fréttir

Samningar næstum í höfn í Grikklandi
Grikkir hafa nærri lokið samningaviðræðum við lánardrottna um nýja 12.600 milljarða króna neyðaraðstoð. Fjármálaráðherra Grikkja segir einungis eftir að semja um smáatriði. Evran styrktist í gær eftir fall júansins.

Hagvöxtur í Grikklandi
0,8 prósent hagvöxtur varð í Grikklandi á öðrum fjórðungi ársins, þvert á spar flestra. Á sama tíma var bráðabirgðatölum fyrir fyrsta fjórðung breytt.