Fótbolti

Mikil pressa á Man. Utd

Van Gaal er klár í Meistaradeildina.
Van Gaal er klár í Meistaradeildina. vísir/getty
Louis van Gaal, stjóri Man. Utd, segir að það sé mikil pressa á sínu liði fyrir leik kvöldsins í Meistaradeildinni.

Þá tekur United á móti belgíska liðinu Club Brugge í fyrri leik liðanna um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

„Þetta er alvöru leikur gegn góðu liði. Við verðum að sýna gæðin sem eru í okkar liði," sagði Van Gaal en hans lið hefur unnið báða leiki sína í ensku úrvalsdeildinni.

Wayne Rooney hefur verið í fremstu víglínu Man. Utd í upphafi vetrar en ekki skorað og verið nokkuð gagnrýndur.

„Ég hef alltaf trú á mínum mönnum og við erum með fleiri menn en Rooney til að spila frammi. Við erum með Januzaj sem spilaði frammi í Bandaríkjunum og hann sýndi þar að hann ræður vel við verkefnið. Svo erum við með Javier Hernandez og James Wilson. Það vantar ekki framherja," sagði stjórinn.

Leikurinn hefst klukkan 18.45 í kvöld og er í beinni á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×