Viðskipti erlent

American Apparel gæti orðið gjaldþrota

ingvar haraldsson skrifar
Verslanir American Apparel eru um allan heim.
Verslanir American Apparel eru um allan heim. nordicphotos/afp
Bandaríska tískuvörukeðjan American Apparel  segir veruleg óvissa vera um hvort hægt sé að halda rekstri fyrirtækisins áfram.

American Apparel hafa átt við rekstarvanda að stríða um nokkra hríð en fyrirtækið tapaði 2,6 milljörðum króna á síðasta ársfjórðungi. Sala á ársfjórðungnum dróst saman um 17 prósent. 

Fyrirtækið segir óljóst hvort það eigi nægt lausafé fyrir rekstur næstu tólf mánuði. American Apparel hyggst endurskipuleggja skuldir félagsins en félagið býst við að skila tapi út þetta ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×