Depay er aldrei ánægður og Van Gaal er ánægður með það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2015 11:45 Louis van Gaal og Memphis Depay. Vísir/Getty Memphis Depay var maðurinn á bak við 3-1 sigur Manchester United á belgíska liðinu Club Brugge í gær í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í Meistaradeildinni. Depay skoraði tvö glæsileg mörk í fyrri hálfleik eftir að Manchester United liðið hafði lent undir í upphafi leiks og lagði síðan upp þriðja markið fyrir Marouane Fellaini í blálokin. Memphis Depay fékk færi til að innsigla þrennuna og var enn að velta sér upp úr því þegar hann hitti blaðamenn eftir leikinn. „Ég skoraði mikið af mörkum fyrir PSV í lok síðasta tímabils. Þegar þú kemur til stórliðs þá verður þú að skora mörk og það var góð tilfinning að skora mín fyrstu mörk á Old Trafford," sagði Memphis Depay og bætti við: „Ég var svolítið vonsvikinn að ná ekki að skora þriðja markið. Ég hugsa um það í kvöld en verð búinn að gleyma því á morgun. Ég ánægður með sigurinn og það var sérstaklega mikilvægt fyrir okkur að fá þetta þriðja mark frá Fellaini. Nú þurfum við bara að klára dæmið í Brugge," sagði Depay.Sjá einnig:Memphis stimplaði sig inn með látum „Ég er mjög ánægður fyrir hönd Memphis því leikmaður þarf á svona leik að halda. Ég sagði að þetta væri bara spurning um tíma og það varð líka raunin. Vonandi heldur hann áfram á þessari braut. Þetta er samt erfitt fyrir hann því hann er enn bara 21 árs og bara búin með tvö tímabil hjá PSV," sagði Louis van Gaal eftir leikinn. „Ég hef fulla trú á honum. Hann er aldrei ánægður og það er ég ánægður með," sagði Van Gaal og vísaði þar í ummæli Memphis sem sá á eftir þrennunni. „Mér datt samt helst í hug að kyssa hann eftir leikinn því ef þú skorar tvö og leggur upp eitt þá ertu hetja þíns liðs," sagði Van Gaal. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Sjá meira
Memphis Depay var maðurinn á bak við 3-1 sigur Manchester United á belgíska liðinu Club Brugge í gær í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í Meistaradeildinni. Depay skoraði tvö glæsileg mörk í fyrri hálfleik eftir að Manchester United liðið hafði lent undir í upphafi leiks og lagði síðan upp þriðja markið fyrir Marouane Fellaini í blálokin. Memphis Depay fékk færi til að innsigla þrennuna og var enn að velta sér upp úr því þegar hann hitti blaðamenn eftir leikinn. „Ég skoraði mikið af mörkum fyrir PSV í lok síðasta tímabils. Þegar þú kemur til stórliðs þá verður þú að skora mörk og það var góð tilfinning að skora mín fyrstu mörk á Old Trafford," sagði Memphis Depay og bætti við: „Ég var svolítið vonsvikinn að ná ekki að skora þriðja markið. Ég hugsa um það í kvöld en verð búinn að gleyma því á morgun. Ég ánægður með sigurinn og það var sérstaklega mikilvægt fyrir okkur að fá þetta þriðja mark frá Fellaini. Nú þurfum við bara að klára dæmið í Brugge," sagði Depay.Sjá einnig:Memphis stimplaði sig inn með látum „Ég er mjög ánægður fyrir hönd Memphis því leikmaður þarf á svona leik að halda. Ég sagði að þetta væri bara spurning um tíma og það varð líka raunin. Vonandi heldur hann áfram á þessari braut. Þetta er samt erfitt fyrir hann því hann er enn bara 21 árs og bara búin með tvö tímabil hjá PSV," sagði Louis van Gaal eftir leikinn. „Ég hef fulla trú á honum. Hann er aldrei ánægður og það er ég ánægður með," sagði Van Gaal og vísaði þar í ummæli Memphis sem sá á eftir þrennunni. „Mér datt samt helst í hug að kyssa hann eftir leikinn því ef þú skorar tvö og leggur upp eitt þá ertu hetja þíns liðs," sagði Van Gaal.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Sjá meira