Fótbolti

Kári og félagar í fínni stöðu þrátt fyrir tap

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári horfir á Leigh Griffith skora fyrsta mark Celtic.
Kári horfir á Leigh Griffith skora fyrsta mark Celtic. Vísir/getty
Kári Árnason og félagar hans í Malmö eiga góða möguleika á að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 3-2 tap fyrir Celtic á Celtic Park í fyrri leik liðanna um sæti í riðlakeppninni. Kári lék allan leikinn í miðri vörn Malmö.

Celtic-menn, sem slógu Stjörnuna út í 1. umferðinni, byrjuðu leikinn af miklum krafti og eftir 10 mínútur var staðan orðin 2-0, þeim í vil. Leigh Griffiths og Nir Bitton skoruðu mörkin.

Jo Inge Berget minnkaði muninn á 52. mínútu með góðu skoti en Griffiths kom Celtic aftur tveimur mörkum yfir 10 mínútum seinna.

En Berget sá til þess að sænsku meistararnir fara með fína stöðu í seinni leikinn þegar hann minnkaði muninn í 3-2 á 5. mínútu í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×