Mýrarboltinn var haldinn á Ísafirði í tólfta skipti um helgina. Þrátt fyrir að fresta hafi þurft keppninni um sólarhring vegna veðurs þá var keppt í dag í blíðskaparveðri og öttu fjölmörg lið kappi drullug upp að eyrum.
Sumir voru hraustari en aðrir og böðuðu sig í kaldri ánni að leik loknum.

