Dinamo Zagreb komst áfram á ótrúlegan hátt | Úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. ágúst 2015 20:57 Úr leik Dinamo Zagreb og Molde. Vísir/Getty Stuðningsmenn Molde hljóta að velta fyrir sér hvernig það megi vera að félagið hafi ekki komist áfram í 4. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-3 jafntefli gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Molde sem lék manni færri í hálftíma lenti 0-3 undir um miðbik fyrri hálfleiksins en náði að jafna metin þrátt fyrir að hafa brennt af tveimur vítaspyrnum af þremur. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli í Zagreb og fengu heimamenn í Molde sannkallaða draumabyrjun þegar dæmd var vítaspyrna á Dinamo Zagreb eftir átta mínútur. Ola Kamara brenndi hinsvegar af og stuttu síðar skoruðu gestirnir frá Króatíu þrjú mörk á fimm mínútum. Etzaz Hussain minnkaði muninn stuttu fyrir hálfleik en í lok venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik fékk Molde annað víti. Harmeet Singh tók vítaspyrnuna að þessu sinni en hann brenndi af og var staðan 3-1 fyrir gestina í hálfleik. Dómari leiksins dæmdi þriðju vítaspyrnuna á Dinamo Zagreb í upphafi seinni hálfleiks og loksins tókst leikmönnum Molde að nýta sér það þegar Mohamed Elyounoussi fór á vítapunktinn. Kamara bætti við þriðja marki Molde þegar korter var til leiksloka og jafnaði metin en tíu mínútum áður fékk Vegard Forren, miðvörður Molde, rautt spjald. Tíu leikmenn Molde reyndu hvað þeir gátu á lokamínútum leiksins en tókst ekki að skora sigurmarkið. Lauk leiknum því með 3-3 jafntefli og fer Dinamo Zagreb áfram á útivallarmarkareglunni. Í Amsterdam vann Rapid Vín 3-2 sigur á Ajax og komst með því í næstu umferð en fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli í Austurríki. Gestirnir frá Austurríki komust í 2-0 undir lok fyrri hálfleiks en Arkadiuzs Milik og Nemanja Gudelj jöfnuðu metin fyrir Ajax. Lasse Schaub bætti við örðu marki sínu fyrir Rapid Vín stuttu fyrir leikslok og gerði út um einvígið á sama tíma og hann tryggði sæti Rapid Vín í næstu umferð Þá vann Mitdjylland óvæntan sigur á kýpverska félaginu APOEL í Kýpur en eina mark leiksins kom á 3. mínútu og var þar að verki Erik Sviatchenko. Miðjumaður APOEL fékk beint rautt spjald á 29. mínútu leiksins en danska félaginu tókst ekki að bæta við öðru marki og féll því út á útivallarmarks reglunni. Að lokum vann Monaco öruggan sigur á Young Boys frá Sviss 4-0 í Mónakó en franska félagið gerði út um einvígið í fyrri leik liðanna.Úrslit kvöldsins: Molde 3-3 Dinamo Zagreb (4-4, Dinamo Zagreb áfram á útivallarmörkum) APOEL 0-1 Mitdjylland (2-2, APOEL áfram á útivallarmörkum) Ajax 2-3 Rapid Vín (4-5, Rapid Vín fer áfram) Monaco 4-0 Young Boys (7-1, Monaco fer áfram) Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Sjá meira
Stuðningsmenn Molde hljóta að velta fyrir sér hvernig það megi vera að félagið hafi ekki komist áfram í 4. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-3 jafntefli gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Molde sem lék manni færri í hálftíma lenti 0-3 undir um miðbik fyrri hálfleiksins en náði að jafna metin þrátt fyrir að hafa brennt af tveimur vítaspyrnum af þremur. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli í Zagreb og fengu heimamenn í Molde sannkallaða draumabyrjun þegar dæmd var vítaspyrna á Dinamo Zagreb eftir átta mínútur. Ola Kamara brenndi hinsvegar af og stuttu síðar skoruðu gestirnir frá Króatíu þrjú mörk á fimm mínútum. Etzaz Hussain minnkaði muninn stuttu fyrir hálfleik en í lok venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik fékk Molde annað víti. Harmeet Singh tók vítaspyrnuna að þessu sinni en hann brenndi af og var staðan 3-1 fyrir gestina í hálfleik. Dómari leiksins dæmdi þriðju vítaspyrnuna á Dinamo Zagreb í upphafi seinni hálfleiks og loksins tókst leikmönnum Molde að nýta sér það þegar Mohamed Elyounoussi fór á vítapunktinn. Kamara bætti við þriðja marki Molde þegar korter var til leiksloka og jafnaði metin en tíu mínútum áður fékk Vegard Forren, miðvörður Molde, rautt spjald. Tíu leikmenn Molde reyndu hvað þeir gátu á lokamínútum leiksins en tókst ekki að skora sigurmarkið. Lauk leiknum því með 3-3 jafntefli og fer Dinamo Zagreb áfram á útivallarmarkareglunni. Í Amsterdam vann Rapid Vín 3-2 sigur á Ajax og komst með því í næstu umferð en fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli í Austurríki. Gestirnir frá Austurríki komust í 2-0 undir lok fyrri hálfleiks en Arkadiuzs Milik og Nemanja Gudelj jöfnuðu metin fyrir Ajax. Lasse Schaub bætti við örðu marki sínu fyrir Rapid Vín stuttu fyrir leikslok og gerði út um einvígið á sama tíma og hann tryggði sæti Rapid Vín í næstu umferð Þá vann Mitdjylland óvæntan sigur á kýpverska félaginu APOEL í Kýpur en eina mark leiksins kom á 3. mínútu og var þar að verki Erik Sviatchenko. Miðjumaður APOEL fékk beint rautt spjald á 29. mínútu leiksins en danska félaginu tókst ekki að bæta við öðru marki og féll því út á útivallarmarks reglunni. Að lokum vann Monaco öruggan sigur á Young Boys frá Sviss 4-0 í Mónakó en franska félagið gerði út um einvígið í fyrri leik liðanna.Úrslit kvöldsins: Molde 3-3 Dinamo Zagreb (4-4, Dinamo Zagreb áfram á útivallarmörkum) APOEL 0-1 Mitdjylland (2-2, APOEL áfram á útivallarmörkum) Ajax 2-3 Rapid Vín (4-5, Rapid Vín fer áfram) Monaco 4-0 Young Boys (7-1, Monaco fer áfram)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Sjá meira