Mikil úrkoma og vatnavextir milli Fáskrúðsfjarðar og Vopnafjarðar Atli Ísleifsson skrifar 5. ágúst 2015 12:51 Miklir vatnavextir eru á svæðinu í öllum stærri lækjum og ám og flæða lækir yfir vegi á nokkrum stöðum. Vísir/Stefán Miklir vatnavextir hafa verið á svæðinu milli Fáskrúðsfjarðar og Vopnafjarðar vegna mjög mikillar rigninga í gær og í nótt. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að á Seyðisfirði hafi til að mynda mælst um 100 mm á tæpum sólarhring frá því í gærmorgun og hafi úrkoman þar mest verið um 10 mm/klst á tímabili í nótt. Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavár Veðurstofunnar, segir að á stöku stað hafi lækir flætt yfir vegi. „Víða eru lækir og ár orðnar mórauðar og brúnar – komnar með drullu og rífa svolítið með sér sér. Við höfum sett á óvissustig vegna skriðuhættu fyrir Austfirðina og Austurlandið. Við reiknum með að það dragi verulega úr hættunni núna strax eftir hádegi, þegar dregur úr úrkomunni.“ Þannig hafa gestir á gistiheimili í sunnanverðum Seyðisfirði verið beðnir um að yfirgefa heimilið. „Aðeins minna hefur rignt í Neskaupstað. Á Fáskrúðsfirði hafa komið hressilegar gusur í nótt og mældist mest 13,9 mm/klst milli kl 2 og 3. Vegurinn út með Seyðisfirði að sunnanverðu fór í sundur og hefur honum verið lokað utan við byggðina. Mikill snjór er ennþá til fjalla, miðað við árstíma, og leysing kemur því til viðbótar þessari rigningu. Miklir vatnavextir eru af þessum sökum á svæðinu í öllum stærri lækjum og ám og flæða lækir yfir vegi á nokkrum stöðum. Rennsli Selár í Vopnafirði fór úr um 17 m3/s í rúma 130 m3/s á tímabilinu frá hádegi 4. ágúst til klukkan 7 í morgun, miðvikudaginn 5. ágúst. Gert er ráð fyrir að það dragi úr úrkomu þegar kemur fram yfir hádegi í dag og ætti því að draga nokkuð hratt úr rennsli lækja þar sem lítillar leysingar gætir en hægar í þeim ám og lækjum þar sem snjór er enn mikill á vatnasviði,“ segir í tilkynningunni frá Veðurstofunni. Veður Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Miklir vatnavextir hafa verið á svæðinu milli Fáskrúðsfjarðar og Vopnafjarðar vegna mjög mikillar rigninga í gær og í nótt. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að á Seyðisfirði hafi til að mynda mælst um 100 mm á tæpum sólarhring frá því í gærmorgun og hafi úrkoman þar mest verið um 10 mm/klst á tímabili í nótt. Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavár Veðurstofunnar, segir að á stöku stað hafi lækir flætt yfir vegi. „Víða eru lækir og ár orðnar mórauðar og brúnar – komnar með drullu og rífa svolítið með sér sér. Við höfum sett á óvissustig vegna skriðuhættu fyrir Austfirðina og Austurlandið. Við reiknum með að það dragi verulega úr hættunni núna strax eftir hádegi, þegar dregur úr úrkomunni.“ Þannig hafa gestir á gistiheimili í sunnanverðum Seyðisfirði verið beðnir um að yfirgefa heimilið. „Aðeins minna hefur rignt í Neskaupstað. Á Fáskrúðsfirði hafa komið hressilegar gusur í nótt og mældist mest 13,9 mm/klst milli kl 2 og 3. Vegurinn út með Seyðisfirði að sunnanverðu fór í sundur og hefur honum verið lokað utan við byggðina. Mikill snjór er ennþá til fjalla, miðað við árstíma, og leysing kemur því til viðbótar þessari rigningu. Miklir vatnavextir eru af þessum sökum á svæðinu í öllum stærri lækjum og ám og flæða lækir yfir vegi á nokkrum stöðum. Rennsli Selár í Vopnafirði fór úr um 17 m3/s í rúma 130 m3/s á tímabilinu frá hádegi 4. ágúst til klukkan 7 í morgun, miðvikudaginn 5. ágúst. Gert er ráð fyrir að það dragi úr úrkomu þegar kemur fram yfir hádegi í dag og ætti því að draga nokkuð hratt úr rennsli lækja þar sem lítillar leysingar gætir en hægar í þeim ám og lækjum þar sem snjór er enn mikill á vatnasviði,“ segir í tilkynningunni frá Veðurstofunni.
Veður Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira