Þessi sporvagn stóð af sér Hiroshima atómsprengjuna Finnur Thorlacius skrifar 5. ágúst 2015 14:56 Þessi aldni sporvagn í Hiroshima er stráheill þrátt fyrir atómsprengjuna árið 1945. Nú eru liðin 70 ár síðan kjarnorkusprengjum var varpað á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. Þær voru með sprengjunum svo til alveg lagðar í rúst en einstaka byggingar og hlutir stóðu þær af sér, meðal annars þessi sporvagn í Hiroshima. Hann er einn þriggja slíkra og var í notkun allt til ársins 2006. Hann hefur nú verið gerður upp í tilefni 70 áranna sem liðin eru frá hörmungunum, málaður í upphaflegu litum sínum og er nú aftur kominn í notkun í borginni. Það var hinn 5. ágúst árið 1945 sem atómsprengju var varpað á Hiroshima og 2 dögum seinna á Nagasaki og með henni gáfust Japanir upp fyrir bandamönnum. Í Hiroshima dóu 140.000 íbúar borgarinnar og vart tók betra við fyrir þá sem lifðu af sprenginguna með allri þeirri geislun sem sprengjan skildi eftir sig. Í sporvagninum sterka sem er aftur kominn í notkun er nú fræðslusýning á skjám í vagninum sem uppfræðir farþega hans um afleiðingar sprengjunnar og uppbyggingu borgarinnar síðan þá. Hiroshima hefur sannarlega aftur náð vopnum sínum og er í einna mestum vexti japanskra borga og tíunda stærsta borg Japans. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent
Nú eru liðin 70 ár síðan kjarnorkusprengjum var varpað á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. Þær voru með sprengjunum svo til alveg lagðar í rúst en einstaka byggingar og hlutir stóðu þær af sér, meðal annars þessi sporvagn í Hiroshima. Hann er einn þriggja slíkra og var í notkun allt til ársins 2006. Hann hefur nú verið gerður upp í tilefni 70 áranna sem liðin eru frá hörmungunum, málaður í upphaflegu litum sínum og er nú aftur kominn í notkun í borginni. Það var hinn 5. ágúst árið 1945 sem atómsprengju var varpað á Hiroshima og 2 dögum seinna á Nagasaki og með henni gáfust Japanir upp fyrir bandamönnum. Í Hiroshima dóu 140.000 íbúar borgarinnar og vart tók betra við fyrir þá sem lifðu af sprenginguna með allri þeirri geislun sem sprengjan skildi eftir sig. Í sporvagninum sterka sem er aftur kominn í notkun er nú fræðslusýning á skjám í vagninum sem uppfræðir farþega hans um afleiðingar sprengjunnar og uppbyggingu borgarinnar síðan þá. Hiroshima hefur sannarlega aftur náð vopnum sínum og er í einna mestum vexti japanskra borga og tíunda stærsta borg Japans.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent