Jeremy Scott kærður aftur fyrir hugmyndastuld Ritstjórn skrifar 6. ágúst 2015 12:00 Graffítílistamaðurinn Joseph Tierney, sem gengur undir listamannsnafninu Rime, ætlar að höfða mál gegn tískurisanum Moschino og yfirhönnuði merkisins Jeremy Scott. Í ákærunni sakar hann Scott um að hafa stolið einu veggverka sinna og meðal annars sett á kjól í haust og vetrarlínu Moschino 2015. Söngkonan Katy Perry klæddist kjólnum umrædda á Met Gala hátíðinni í New York fyrr á árinu. Með henni var hönnuðurinn Jeremy Scott klæddur í jakkaföt með samskonar prenti, en þau mættu á hátíðina í bíl sem búið var að skreyta með myndinni líka. Á upprunalegu veggmyndinni er orðið „vandal“ (skemmdarvargur) og stór, ógnvekjandi augu sem Rime segir að sé óeðlilega líkt myndinni sem prentuð er á kjólinn. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem Scott er ákærður fyrir listaverkastuld, en árið 2013 kærði hjólabrettafyrirtækið Santa Cruz Scott fyrir að stela myndum frá þeim sem hann notaði á haust og vetrarlínu sína 2013. Scott hefur ekki sent frá sér tilkynningu vegna ákærunnar. Gigi Hadid í kjólnum á sýningunni og upprunalega myndin.Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - ekki gleyma að tryggja þér eintak!Komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook. Mest lesið Færri komust að en vildu í tískupartý 66 Norður í Kaupmannahöfn Glamour 6 regnkápur fyrir helgina Glamour Höldum bláa daginn hátíðlegan Glamour Fyrsta fjölskyldumynd Kardashian Glamour Listin að hitta í rétt gat Glamour Berum á okkur andlitsmaska Glamour Börn ritstjóra Vogue trúlofuð Glamour Viðskiptavinir í Mið-Austurlöndunum eyða helmingi meira á netinu Glamour Gakktu til kosninga í þínum bestu klæðum Glamour "Umræðan er orðin svo hatursfull og sjúk.“ Glamour
Graffítílistamaðurinn Joseph Tierney, sem gengur undir listamannsnafninu Rime, ætlar að höfða mál gegn tískurisanum Moschino og yfirhönnuði merkisins Jeremy Scott. Í ákærunni sakar hann Scott um að hafa stolið einu veggverka sinna og meðal annars sett á kjól í haust og vetrarlínu Moschino 2015. Söngkonan Katy Perry klæddist kjólnum umrædda á Met Gala hátíðinni í New York fyrr á árinu. Með henni var hönnuðurinn Jeremy Scott klæddur í jakkaföt með samskonar prenti, en þau mættu á hátíðina í bíl sem búið var að skreyta með myndinni líka. Á upprunalegu veggmyndinni er orðið „vandal“ (skemmdarvargur) og stór, ógnvekjandi augu sem Rime segir að sé óeðlilega líkt myndinni sem prentuð er á kjólinn. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem Scott er ákærður fyrir listaverkastuld, en árið 2013 kærði hjólabrettafyrirtækið Santa Cruz Scott fyrir að stela myndum frá þeim sem hann notaði á haust og vetrarlínu sína 2013. Scott hefur ekki sent frá sér tilkynningu vegna ákærunnar. Gigi Hadid í kjólnum á sýningunni og upprunalega myndin.Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - ekki gleyma að tryggja þér eintak!Komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook.
Mest lesið Færri komust að en vildu í tískupartý 66 Norður í Kaupmannahöfn Glamour 6 regnkápur fyrir helgina Glamour Höldum bláa daginn hátíðlegan Glamour Fyrsta fjölskyldumynd Kardashian Glamour Listin að hitta í rétt gat Glamour Berum á okkur andlitsmaska Glamour Börn ritstjóra Vogue trúlofuð Glamour Viðskiptavinir í Mið-Austurlöndunum eyða helmingi meira á netinu Glamour Gakktu til kosninga í þínum bestu klæðum Glamour "Umræðan er orðin svo hatursfull og sjúk.“ Glamour