Chevrolet fylgir Ford í aukinni notkun áls Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2015 12:35 Chevrolet Silverado. Chevrolet hefur birt heilu auglýsingaherferðirnar vestanhafs í því augnamiði að gera grín að Ford vegna nýja Ford F-150 pallbílsins sem að miklum hluta er nú smíðaður úr áli. Því vekur það athygli að Chevrolet og General Motors, eigandi Chevrolet, hefur tilkynnt að það ætli að auka verulega álnotkun í bíla sína á næstunni. Í fyrstu verða það bílgerðirnar Chevrolet Silverado, Chevrolet Tahoe og Cadillac Escalade sem verða smíðaðir að stórum hluta úr áli frá og með 2018 árgerð þeirra. Þetta gerir GM náttúrulega til að létta bílana til muna og stuðla í leiðinni að minni eyðslu þeirra og mengun og með því hlýta sístrangari reglum hins opinbera um lækkandi eyðslu. GM er sagt ætla að eyða 877 milljónum dollara til breytinga á verksmiðjum sínum til að gera þetta mögulegt. Það samsvarar 117 milljörðum króna. Ef til vill mun GM í kjölfarið draga þessar undarlegu auglýsingaherferðir til baka, sem gert hafa grín af álnotkun í bíla. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent
Chevrolet hefur birt heilu auglýsingaherferðirnar vestanhafs í því augnamiði að gera grín að Ford vegna nýja Ford F-150 pallbílsins sem að miklum hluta er nú smíðaður úr áli. Því vekur það athygli að Chevrolet og General Motors, eigandi Chevrolet, hefur tilkynnt að það ætli að auka verulega álnotkun í bíla sína á næstunni. Í fyrstu verða það bílgerðirnar Chevrolet Silverado, Chevrolet Tahoe og Cadillac Escalade sem verða smíðaðir að stórum hluta úr áli frá og með 2018 árgerð þeirra. Þetta gerir GM náttúrulega til að létta bílana til muna og stuðla í leiðinni að minni eyðslu þeirra og mengun og með því hlýta sístrangari reglum hins opinbera um lækkandi eyðslu. GM er sagt ætla að eyða 877 milljónum dollara til breytinga á verksmiðjum sínum til að gera þetta mögulegt. Það samsvarar 117 milljörðum króna. Ef til vill mun GM í kjölfarið draga þessar undarlegu auglýsingaherferðir til baka, sem gert hafa grín af álnotkun í bíla.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent