365 og Filmflex í samstarf Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. ágúst 2015 17:34 Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365. vísir 365 og Filmflex hafa skrifað undir samkomulag um samstarf vegna viðskiptaréttinda félaganna tveggja, en það felur í sér að bæði félög hafi rétt til að bjóða viðskiptapakka hvors annars til viðskiptavina sinna. Þannig getur 365 nú boðið erlendar stöðvar á borð við Al-Jazeera News, Discovery Channel og fleiri stöðvar til hótela, gistiheimila og gististaða sem bjóða viðskiptavinum sínum erlenda afþreyingu og Filmflex að sama skapi boðið enska boltann, meistaradeildina og Golfstöðina til veitingahúsa og sportbara. Filmflex er rétthafi á um 40 erlendra sjónvarpsstöðva hér á landi og 365 er með sýningarétt á ensku knattspyrnunni, meistaradeildinni, Formúlu 1 og fjölda risastórra golfmóta sem sýnd eru í sjónvarpi hér á landi. „Þetta samstarf eykur framboð Filmflex til muna og styrkir okkur í þeirri sérhæfingu að bjóða eingöngu viðskiptaréttindi sjónvarpsstöðva. Nú bætast enski boltinn, meistaradeildin og Golfstöðin við flóruna og þá er vöruúrval okkar nærri fullkomnað,“ segir Hólmgeir Baldursson, forstöðumaður Filmflex. Hann segir að nú sé hægt að bjóða smærri gististöðum tímabundnar áskriftir með myndlyklum símafélaganna og því þurfi ekki lengur að setja upp móttökubúnað á hverjum stað. Áskriftarpakki Filmflex sem nefnist „Toppur Fjöldaáskrift“ verður til sölu hjá 365 og því öllum hótel og gististöðum aðgengilegir. „Það er ánægjulegt að með samstarfi við Filmflex séum við að gera hótelum og gististöðum möguleika að nálgast efni okkar á aðgengilegan og löglegan máta“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365. Enski boltinn fer á fullt í ágúst og verður tíminn fram að því notaður til að fullgera vöruna fyrir næsta keppnistímabil, en stefnt er að því að bjóða upp á sérstaka útsendingar, meðal annars á erlendum tungumálum, enda margir viðskiptavinir gististaða og veitingastaða, erlendir ferðamenn. Ólögmæt dreifing erlendra sjónvarpsstöðva á með þessum samningi að heyra sögunni til en talsverð brögð hafa verið að því að sportbarir og gististaðir hafi boðið upp á sjónvarpsrásir með ólögmætum hætti í gegnum gervihnetti eða erlenda myndlykla. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 365 miðlar hafa tryggt sér sýningarrétt frá öllum helstu mótum KSÍ frá 2016 til 2021. 24. apríl 2015 13:15 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
365 og Filmflex hafa skrifað undir samkomulag um samstarf vegna viðskiptaréttinda félaganna tveggja, en það felur í sér að bæði félög hafi rétt til að bjóða viðskiptapakka hvors annars til viðskiptavina sinna. Þannig getur 365 nú boðið erlendar stöðvar á borð við Al-Jazeera News, Discovery Channel og fleiri stöðvar til hótela, gistiheimila og gististaða sem bjóða viðskiptavinum sínum erlenda afþreyingu og Filmflex að sama skapi boðið enska boltann, meistaradeildina og Golfstöðina til veitingahúsa og sportbara. Filmflex er rétthafi á um 40 erlendra sjónvarpsstöðva hér á landi og 365 er með sýningarétt á ensku knattspyrnunni, meistaradeildinni, Formúlu 1 og fjölda risastórra golfmóta sem sýnd eru í sjónvarpi hér á landi. „Þetta samstarf eykur framboð Filmflex til muna og styrkir okkur í þeirri sérhæfingu að bjóða eingöngu viðskiptaréttindi sjónvarpsstöðva. Nú bætast enski boltinn, meistaradeildin og Golfstöðin við flóruna og þá er vöruúrval okkar nærri fullkomnað,“ segir Hólmgeir Baldursson, forstöðumaður Filmflex. Hann segir að nú sé hægt að bjóða smærri gististöðum tímabundnar áskriftir með myndlyklum símafélaganna og því þurfi ekki lengur að setja upp móttökubúnað á hverjum stað. Áskriftarpakki Filmflex sem nefnist „Toppur Fjöldaáskrift“ verður til sölu hjá 365 og því öllum hótel og gististöðum aðgengilegir. „Það er ánægjulegt að með samstarfi við Filmflex séum við að gera hótelum og gististöðum möguleika að nálgast efni okkar á aðgengilegan og löglegan máta“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365. Enski boltinn fer á fullt í ágúst og verður tíminn fram að því notaður til að fullgera vöruna fyrir næsta keppnistímabil, en stefnt er að því að bjóða upp á sérstaka útsendingar, meðal annars á erlendum tungumálum, enda margir viðskiptavinir gististaða og veitingastaða, erlendir ferðamenn. Ólögmæt dreifing erlendra sjónvarpsstöðva á með þessum samningi að heyra sögunni til en talsverð brögð hafa verið að því að sportbarir og gististaðir hafi boðið upp á sjónvarpsrásir með ólögmætum hætti í gegnum gervihnetti eða erlenda myndlykla.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 365 miðlar hafa tryggt sér sýningarrétt frá öllum helstu mótum KSÍ frá 2016 til 2021. 24. apríl 2015 13:15 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 365 miðlar hafa tryggt sér sýningarrétt frá öllum helstu mótum KSÍ frá 2016 til 2021. 24. apríl 2015 13:15