Erlent

Leifar af ferðatösku hafa fundist á Reunion

Atli Ísleifsson skrifar
Leifar af braki úr flugvél fundust á frönsku eyjunni Reunion í gær. Nær fullvíst er talið að það sé úr Boeing 777 vél.
Leifar af braki úr flugvél fundust á frönsku eyjunni Reunion í gær. Nær fullvíst er talið að það sé úr Boeing 777 vél. Vísir/AFP
Leifar af ferðatösku hafa fundist í fjöruborðinu nærri þeim stað þar sem brak úr Boeing 777 vél fannst á eyjunni Reunion, vestarlega í Indlandshafi, í gær.

Vangaveltur eru uppi um hvort brakið sé úr vélinni MH370 sem hvarf á flugi yfir Indlandshafi í mars 2014 með 239 manns um borð.

Í frétt staðarblaðsins Linfo fundust leifarnar af ferðatöskunni um hálf tólf að staðartíma í dag.

Taskan var lokuð og mjög illa farin þar sem hún fannst. Blaðamaður Linfo hefur birt mynd af fundinum á Twitter síðu sinni og segir að ferðataskan hafi verið með hjól og svipað til þeirra taska sem almennt eru notaðar í flugferðalögum.

Enn á eftir að staðfesta að brakið sé úr MH370.

Sjá má myndir af ferðatöskunni að neðan og í frétt Linfo.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×